Anthony Albanese

31. forsætisráðherra Ástralíu From Wikipedia, the free encyclopedia

Anthony Albanese
Remove ads

Anthony Norman Albanese (f. 2. mars 1963) er ástralskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Ástralíu. Hann hefur verið leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins frá 30. maí árið 2019 og tók við embætti forsætisráðherra þann 23. maí 2022 eftir sigur Verkamannaflokksins í þingkosningum sama mánuð.

Staðreyndir strax Forsætisráðherra Ástralíu, Þjóðhöfðingi ...
Remove ads

Æviágrip

Albanese fæddist 2. mars árið 1963 í Darlinghurst-hverfinu í Sydney. Móðir hans var af írskum ættum en faðir hans ítalskur. Hann gekk í skólann St Mary's Cathedral og síðan í Háskólann í Sydney, þar sem hann nam hagfræði. Hann gekk í Verkamannaflokkinn á námsárunum og vann síðan fyrir flokkinn sem rannsóknarfulltrúi.

Stjórnmálaferill

Eftir útskrift úr hagfræðinámi var Albanese kjörinn á ástralska þingið fyrir Grayndler-kjördæmi í Nýja-Suður-Wales í kosningum þann 2. mars 1996. Hann hlaut sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn þann 3. desember 2007 þegar hann varð héraðsþróunar- og byggðamálaráðherra í ríkisstjórn Kevins Rudd eftir kosningasigur Verkamannaflokksins. Julia Gillard hélt honum í ráðuneytinu þegar hún varð forsætisráðherra í júní 2010.

Thumb
Anthony Albanese svarinn í embætti af Quentin Bryce landstjóra þann 27. júní 2013.

Anthony Albanese bauð sig fram til embættis varaleiðtoga Verkamannaflokksins þann 26. júní 2013. Hann hlaut 61 atkvæði og sigraði fyrrum flokksleiðtogann Simon Crean, sem hlaut 38 atkvæði. Rudd, sem sneri aftur á forsætisráðherrastól stuttu síðar, gerði Albanese að varaforsætisráðherra í stjórn sinni.

Eftir að Verkamannaflokkurinn galt afhroð í þingkosningum þann 7. september 2013 bauð Albanese sig fram til leiðtoga flokksins. Hann hlaut 59,9 % atkvæða almennra flokksmeðlima í leiðtogakjörinu á móti Bill Shorten en aðeins 36,1 % atkvæða þingmanna flokksins og því var vegið meðaltal 48 %. Bill Shorten varð því nýr flokksleiðtogi en Albanese varð skuggaráðherra ferðamannamála. Eftir ósigur Verkamannaflokksins í þingkosningum ársins 2016 varð Albanese skuggaráðherra innviða- og samgöngumála.

Leiðtogi Verkamannaflokksins

Eftir að Verkamannaflokkurinn bað annan ósigur í þingkosningum árið 2019 sagði Bill Shorten af sér sem flokksleiðtogi og Albanese var kjörinn nýr leiðtogi án mótframboðs þann 30. maí.[1]

Gróðureldarnir í Ástralíu 2019-2020 og kórónuveirufaraldurinn höfðu mjög neikvæð áhrif á vinsældir forsætisráðherrans Scotts Morrison úr Frjálslynda flokknum[2][3] en Albanese tókst engu að síður ekki í fyrstu að auka fylgi Verkamannaflokksins.[4] Þess vegna fóru margir stjórnmálaskýrendur að spá því að Albanese myndi víkja úr embætti flokksleiðtoga í byrjun árs 2021.[5] Fylgi Morrisons og Frjálslynda flokksins hélt hins vegar áfram að dragast saman árið 2021 og voru Albanese og Verkamenn komnir með forystu í skoðanakönnunum undir lok ársins.[6]

Forsætisráðherra

Í maí árið 2022 unnu Verkamenn sigur í þingkosningum Ástralíu og bundu þannig enda á níu ára stjórn Frjálslynda flokksins.[7] Albanese tók því við af Morrison sem forsætisráðherra Ástralíu. Eftir að ljóst var að Verkamannaflokkurinn hefði unnið kosningarnar lýsti Albanese því yfir að hann hygðist leggja aukna áherslu á loftslagsmál eftir „glataðan áratug“ undir stjórn íhaldsmanna.[8]

Verkamannaflokkurinn undir forystu Albanese vann endurkjör í þingkosningum Ástralíu í maí 2025.[9]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads