1963

ár From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Árið 1963 (MCMLXIII í rómverskum tölum) var 63. ár 20. aldar og almennt ár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Atburðir

Janúar

Thumb
Undirritun Elysée-samningsins.

Febrúar

Thumb
Fyrsti jarðsamtakta gervihnötturinn, Syncom 1.
  • 1. febrúar:
    • Hastings Banda var skipaður forsætisráðherra Nýasalands.
    • Tvær flugvélar rákust á og önnur þeirra hrapaði niður á fjölmennt torg í Ankara. 87 létu lífið.
    • 104 létust þegar þak kapellu hrundi í úrhellisrigningu í Biblián í Ekvador.
  • 8. febrúar:
  • 9. febrúar - Boeing 727 fór í jómfrúarflug sitt.
  • 10. febrúar - Fimm borgir á norðurströnd Kyushu voru sameinaðar í borgina Kitakyushu með yfir milljón íbúa.
  • 11. febrúar - Matreiðsluþáttur Juliu Child, The French Chef, hóf göngu sína á sjónvarpsstöðinni WGBH-TV í Boston.
  • 12. febrúar - Farþegavélin Northwest Orient Airlines flug 705 hrapaði í Everglades í Flórída. Allir um borð, 43, fórust.
  • 14. febrúar:
    • Harold Wilson tók við formennsku í Breska verkamannaflokknum.
    • Hundruð létust þegar Marj-jarðskjálftinn reið yfir Líbíu.
    • Syncom 1 var fyrsta jarðsamtakta gervitunglið en virkaði aldrei sem fjarskiptahnöttur vegna skemmda.
    • The Coca-Cola Company setti fyrsta megrunardrykk fyrirtækisins, kóladrykkinn Tab, á markað.
  • 19. febrúar - Bókin The Feminine Mystique eftir Betty Friedan hleypti annarri bylgju femínismans af stokkunum í Bandaríkjunum.
  • 22. febrúar:
    • Kennedy Bandaríkjaforseti stofnaði frelsisorðu Bandaríkjaforseta með tilskipun.
    • Kína og Pakistan gerðu samning um landamæri ríkjanna milli Xinjiang og Gilgit-Baltistan.
  • 27. febrúar - Juan Bosch varð forseti Dóminíska lýðveldisins.

Mars

Thumb
Eldgosið í Agung á Balí.

Apríl

Thumb
Jóhannes 23. undirritar umburðarbréfið Pacem in terris.

Maí

Thumb
Geimfarið Faith 7 tekst á loft frá Canaveral-höfða.

Júní

Thumb
Berlínarræða Kennedys.

Júlí

Thumb
Kjarnaofninn í Ågesta.
  • 1. júlí - Bandaríska póstþjónustan tók upp samræmd ZIP-númer fyrir allt landið.
  • 4. júlí - Stjórnarskrá Austurríkis var breytt þannig að meðlimir keisarafjölskyldunnar mættu heimsækja landið ef þau afsöluðu sér valdatilkalli.
  • 6. júlí - Kaþólska kirkjan slakaði á banni við bálförum þegar Páll 6. lýsti því yfir að eyðilegging líkamans hefði engin áhrif á sálina.
  • 7. júlí - Suðurvíetnamskar öryggislögreglusveitir undir stjórn Ngô Đình Nhu, bróður forsetans Ngô Đình Diệm, réðust á bandaríska blaðamenn sem fylgdust með mótmælum búddamunka í Saígon.
  • 11. júlí:
    • Lögregla réðist inn á Lilliesleaf Farm í Jóhannesarborg og handtók fjölda leiðtoga Afríska þjóðarráðsins.
    • Carlos Julio Arosemena Monroy forseta Ekvador var steypt af stóli og Ramón Castro Jijón tók við.
  • 17. júlí:
  • 18. júlí - Gasverksmiðjan Ísaga við Hlemmtorg í Reykjavík brann. Miklar sprengingar urðu í brunanum og skemmdust nálæg hús.
  • 19. júlí - Bandaríski flugmaðurinn Joe Walker náði 105,9 km hæð í eldflaugaknúnu flugvélinni North American X-15.
  • 21. júlí - Ný Skálholtskirkja var vígð við hátíðlega athöfn. Voru þar saman komnir áttatíu prestar, prófastar, og biskupar.
  • 26. júlí:
    • Harður jarðskjálfti varð í Skopje í Júgóslavíu (nú í Lýðveldinu Makedóníu). 1100 manns fórust í skjálftanum.
    • Fjarskiptahnötturinn Syncom 2 var sendur á braut um jörðu.
  • 31. júlí - Hryðjuverkahópur sem síðar varð þekktur sem Tupamaros rændi vopnum og skotfærum frá skotfélagi í Montevídeó.

Ágúst

Thumb
Martin Luther King Jr. flytur „Ég á mér draum“-ræðuna.
  • 5. ágúst - Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin undirrituðu Samning um bann við kjarnavopnatilraunum að hluta.
  • 8. ágúst - Lestarránið mikla: 15 ræningjar rændu póstlest á milli Glasgow og London og náðu 2,6 milljón pundum í reiðufé.
  • 14. ágúst - Yfir 100 fórust í skógareldum í Paraná-fylki í Brasilíu.
  • 15. ágúst - Þrír dýrðardagar: Forseta Lýðveldisins Kongó, Fulbert Youlou, var steypt af stóli eftir þriggja daga uppreisn í Brazzaville.
  • 16. ágúst:
  • 19. ágúst - Sæsímastrengurinn Icecan var tekinn í notkun.
  • 21. ágúst - Pagóðuárásirnar í Xá Lợi: Sérsveit suðurvíetnamska hersins, undir stjórn Ngô Đình Nhu, skemmdi búddahof um allt Suður-Víetnam, handtók þúsundir og myrti hundruð manna.
  • 24. ágúst - Fyrstu leikirnir fóru fram í þýsku knattspyrnudeildinni Bundesliga.
  • 28. ágúst - Martin Luther King, Jr. flutti fræga ræðu á tröppum Abraham Lincoln-minnismerkisins þar sem hann mælti hin fleygu orð „Ég á mér draum“.
  • 30. ágúst - Hollenska tæknifyrirtækið Philips kynnti kassettutækið til sögunnar á vörusýningu í Berlín.
  • 31. ágúst - Samvinnubanki Íslands hóf starfsemi í Bankastræti 7 í Reykjavík.

September

Thumb
Ganga til minningar um fórnarlömb sprengjutilræðisins í Birmingham.
  • 1. september - Skipting Belgíu í tungumálasvæði tók gildi.
  • 10. september - Sikileyski mafíuforinginn Bernardo Provenzano var eftirlýstur fyrir morð, en náðist fyrst 43 árum síðar.
  • 11. september - Sjóferðafélag Akureyrar, sem síðar fékk nafnið Nökkvi, var stofnað á Akureyri.
  • 15. september - Fjögur börn létust þegar Ku Klux Klan stóð fyrir sprengjutilræði í kirkju baptista í Birmingham, Alabama.
  • 16. september:
    • Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í opinbera heimsókn og var vel tekið.
    • Malasía var stofnuð við sameiningu Malajabandalagsins, Singapúr, Norður-Borneó og Sarawak.
  • 18. september - Hópur 10.000 mótmælenda kveikti í breska sendiráðinu í Jakarta vegna andstöðu við stofnun Malasíu.
  • 20. september - Í borgarstjórn Reykjavíkur var samþykkt að leyfa kvöldsölu um lúgur til klukkan 22 og borgarráði var heimilað að framlengja söluleyfi til klukkan 23.30 á kvöldin. Rúmur aldarfjórðungur leið þar til sölutími var gefinn frjáls.
  • 21. september - Eiríkur Kristófersson, fyrrverandi skipherra á skipum Landhelgisgæslunnar, var sæmdur bresku heimsveldisorðunni, æðstu orðu Breta, sem erlendir menn geta fengið, fyrir framgöngu sína við björgun breskra sjómanna.
  • 23. september - Badmintondeild KR var stofnuð í Reykjavík.
  • 24. september - Mesta hækkun mjólkurvara sem vitað var um varð á Íslandi, 25%. Næsta dag hækkuðu kjötvörur um þriðjung. Þessar hækkanir urðu þó að verðbólga á ársgrundvelli væri aðeins 14%.
  • 25. september - Juan Bosch var steypt af stóli sem forseta Dóminíska lýðveldisins, og herforingjastjórn tók við völdum.
  • 29. september - Önnur umferð Annars Vatíkansráðsins hófst í Róm.

Október

Thumb
Ummerki um flóðið í Vajont.
  • 1. október
  • 2. október
    • Nígería varð lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.
    • Hvíta húsið tilkynnti um afturköllun bandarískra hermanna frá Suður-Víetnam.
  • 3. október - Forseta Hondúras, Ramón Villeda Morales, var steypt af stóli af herforingjanum Oswaldo López Arellano.
  • 4. október - Stormurinn Flora reið yfir á Hispaniólu og Kúbu með þeim afleiðingum að 7.000 fórust.
  • 5. október
    • Hljómsveitin Hljómar var stofnuð í Keflavík.
    • Skemmtistaðurinn Sigtún var opnaður við Austurvöll í Reykjavík.
    • Kennedy-stjórnin í Bandaríkjunum ákvað að hætta fjárhagsaðstoð við stjórn Suður-Víetnams nema hún réðist í lýðræðisumbætur.
  • 7. október - Trần Lệ Xuân, mágkona forseta Suður-Víetnam, Ngô Đình Diệm, fór í ferð um Bandaríkin þar sem hún gagnrýndi stjórn Kennedys harðlega.
  • 8. október - Bandaríski tónlistarmaðurinn Sam Cooke og hljómsveit hans voru handtekin fyrir að reyna að skrá sig á hótel fyrir hvíta í Louisiana.
  • 9. október
    • Skáldatími eftir Halldór Laxness kom út. Bókin vakti mikla athygli, enda gerir höfundurinn upp við sósíalismann í henni.
    • Vajont-slysið: Skriða féll ofan í uppistöðulón í Vajont-dal nærri Pordenone á Ítalíu. Flóðbylgja reið yfir byggðina í dalnum með þeim afleiðingum að nærri 2000 fórust.
  • 14. október - Uppreisn gegn breskum yfirráðum hófst í Suður-Jemen.
  • 21. október - Fyrsta blaðagreinin um Bítlaæðið (Beatlemania) birtist í breska dagblaðinu Daily Mail.
  • 23. október - Í Vestmannaeyjum mældist 10 mínútna meðalvindhraði 200 km/klst. Þetta var vindhraðamet á Íslandi og var ekki jafnað fyrr en 3. febrúar 1991, þá einnig í Vestmannaeyjum.
  • 30. október - Bifreiðaframleiðandinn Lamborghini var stofnaður á Ítalíu.
  • 31. október - Yfir 80 létust í gassprengingu á skautasýningu í Corteva Coliseum í Indianapolis.

Nóvember

Thumb
Surtseyjargosið.

Desember

Ódagsettir atburðir

Remove ads

Fædd

Remove ads

Dáin

Nóbelsverðlaunin

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads