Anthony Fauci

Bandarískur ónæmisfræðingur og forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna From Wikipedia, the free encyclopedia

Anthony Fauci
Remove ads

Anthony Stephen Fauci (f. 24. desember 1940) er bandarískur ónæmisfræðingur sem var forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna frá árinu 1984 til loka ársins 2022. Frá janúar 2020 var hann einn af helstu meðlimum viðbragðsteymis Donalds Trump Bandaríkjaforseta gegn kórónaveirufaraldrinum í landinu og frá embættistöku Joe Biden í janúar 2021 hefur Fauci jafnframt verið heilbrigðisráðgjafi Bandaríkjaforseta.[1] Fauci er meðal helstu sérfræðinga í smitsjúkdómum á heimsvísu og við byrjun faraldursins lýstu tímaritin The New Yorker og The New York Times honum sem einum virtasta lækni í Bandaríkjunum.[2][3][4][5]

Staðreyndir strax Forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, Forveri ...

Sem læknir við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna hefur Fauci unnið að heilbrigðismálum í rúm 50 ár og hefur verið ráðgjafi allra forseta Bandaríkjanna frá og með Ronald Reagan.[4] Hann hefur lagt sitt af mörkum við rannsóknir á alnæmi og öðrum sjúkdómum sem valda ónæmisbresti, bæði sem vísindamaður og sem forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunarinnar.[6] Frá 1983 til 2002 var Fauci meðal þeirra vísindamanna sem oftast var vísað til í vísindatímaritum.[6] Árið 2008 sæmdi George W. Bush Fauci frelsisorðu Bandaríkjaforseta fyrir störf hans við neyðaráætlun forsetans handa eyðnismituðum (PEPFAR).

Fauci tilkynnti í ágúst 2022 að hann myndi hætta bæði sem sóttvarnarlæknir og sem ráðgjafi forsetans í desember sama ár.[7]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads