Vatnakrabbar

From Wikipedia, the free encyclopedia

Vatnakrabbar
Remove ads

Vatnakrabbar, þekktir á ensku sem crawfish, crawdads, freshwater lobsters, eða mudbugs, á sænsku kräftor eru ferskvatnskrabbadýr sem líkjast litlum humrum, sem þeir eru skyldir. Þeir eru í þrem yfirættum; Astacoidea, Cambaridae, Parastacoidea. Þeir anda með tálknum. Sumar tegundirnar eru í lækjum og ám með fersku vatni, og aðrar eru í mýrum, skurðum og tjörnum. Flestar tegundirnar þola ekki mengað vatn, þó einstaka tegundir svo sem Procambarus clarkii séu harðari af sér. Fæða vatnakrabba er lifandi og dauð dýr og plöntur.[1] Procambarus virginalis er vinsæl tegund sem gæludýr.

Thumb
Vatnakrabbi er mjög breytilegur að lit.
Staðreyndir strax Vatnakrabbar Tímabil steingervinga: Snið:Fossil range, Vísindaleg flokkun ...
Thumb
Krabbi í mexíkóskum stíl
Remove ads

Líkamsbygging

Líkami skjaldkrabba (Decapoda), svo sem krabba, humra, eða rækja, er skift upp í 20 hluta sem skiftast gróflega í fram og afturbúk. Framhlutinn skiftist í höfuð og millibúk. Á höfðinu eru augun, tveir langir þreifarar og munnlimirnir. Á millibúknum eru fimm pör útlima. Fyrsta parið er með kröftugar gripklær og nýtist ekki til gangs, heldur til að grípa fæðu, til varnar og til að grafa með. Á afturhlutanum, eða halanum, eru smáir sundfætur og endar hún í sundblöðku. Eggin eru geymd undir halanum. Blóðið er blátt vegna þess að það nýtir hemocyanín til súrefnisflutnings.

Remove ads

Útbreiðsla og flokkun

Þrjár ættir vatnakrabba
Thumb
Astacidae: Austropotamobius pallipes Lækjakrabbi
Thumb
Cambaridae: Procambarus alleni
Thumb
Parastacidae: Cherax sp.

Það eru þrjár ættir vatnakrabba; tvær á norðurhveli og ein á suðurhveli. Suðurhvelsættin (Gondvana-útbreiðsla) Parastacidae er í Suður Ameríku, Madagaskar og Australasíu.[2] Af hinum tvem ættunum, eru Astacidae í vestur Evrasíu og vestur Norður Ameríku og ættin Cambaridae í austur Asíu og austur Norður Ameríku.

Madagaskar er með einlenda ættkvísl, Astacoides, með sjö tegundum.[3]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads