Athrotaxis cupressoides

From Wikipedia, the free encyclopedia

Athrotaxis cupressoides
Remove ads

Athrotaxis cupressoides er sígræn tegund í grátviðarætt[2] sem er einlend í Tasmaníu í Ástralíu. Trén geta orðið að 100 ára gömul, með mjög hægan vöxt, eða um 12mm á ári í þvermálsvöxt.[3]

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...

Það verður að 20m hátt, með bol að 1,5 m í þvermál.[4] Blöðin eru hreisturlík, 2–3 mm löng og 2–3 mm breið,[5] aðlæg eins og hreistur, í spíral eftir sprotanum. Könglarnir eru hnattlaga, 12–15 mm í þvermál; þeir ná fullum þroska um sex mánuðum eftir frjóvgun. Frjókönglarnir eru 3 til 5 mm langir. Börkurinn er ljósbrúnn og trefjakenndur, og verður sprunginn með aldri.[6][7]

Remove ads

Útbreiðsla

Thumb
Greinar og blöð

Athrotaxis cupressoides er einlend í Tasmaníu. Útbreiðslan er aðallega í mið og vestur fjallasvæum á milli 700 og 1300m yfir sjávarmáli, oft í kring um vötn eða rakar dældir á mó- eða blautum grýttum jarðvegi.[8]

Ógnir

Thumb
Athrotaxis cupressoides, 30-40 árum eftir villield.

Athrotaxis cupressoides er mjög viðkvæm fyrir eldi, og eru elstu og kröftugustu trén helst finnanleg á rökum svæðum.[9][10] Lítið þol tegundarinnar fyrir eldi og ásókn innfluttra og innlendra beitardýra (kindur, kanínur og pokadýr) í smáplöntur, rótarskot og barr hefur veruleg neikvæð áhrif áviðkomu tegundarinnar.[2]


Nytjar og ræktun

Athrotaxis cupressoides hefur eins og er engar skráðar nytjar. Bolurinn er of undinn og hnútóttur til að nota í timbur.[8] Tegundin hefur hinsvegar stöku sinnum verið ræktuð og seld sem skrautplanta.[8]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads