Athrotaxis selaginoides

From Wikipedia, the free encyclopedia

Athrotaxis selaginoides
Remove ads

Athrotaxis selaginoides[2] er sígrænt tré sem er einlent í Tasmaníu[3] í Ástralíu, þar sem það vex í 400–1,120 m hæð. Að vetrarlagi í búsvæði þess er snjór algengur.[4][1]

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Thumb
A. selaginoides, könglar á fræári (Ástralíu, sumarið 2015).
Thumb
Köngull A. selaginoides.

Það verður um 20–30 m hátt, með bol að 1,5 m í þvermál. Blöðin eru nálarlaga, 7–18 mm löng og 3–4 mm breið, í spíral eftir sprotanum. Könglarnir eru hnattlaga, 15–30 mm í þvermál, með 20–30 köngulhreistur; þeir ná fullum þroska um sex mánuðum eftir frjóvgun. Frjókönglarnir eru 4–5 mm langir.[4]

Staða tegundarinnar er viðkvæm. Eins og hinar tvær Athrotaxis tegundirnar, er A. selaginoides viðkvæm fyrir eldi. Önnur ástæða fyrri hnignunar tegundarinnar er skógarhögg on heildarhnignun er talin vera um 40% síðustu 200 ár. Þrátt fyrir að 84% skóganna á vernduðum svæðum eru villieldar enn vandamál, en skógarhögg er bannað þar.[5]

Utan við útbreiðslusvæðið er hún stöku sinnum ræktuð í norðvestur Evrópu.[6] Hún þrífst í Skotlandi þar sem hún fær nægilega úrkomu til að viðhalda góðum vexti[7] og þroskar frjó fræ þar.[8]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads