Austrocedrus chilensis
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Austrocedrus chilensis er eina tegundin í ættkvíslinni Austrocedrus. Hún vex í Valdivían-skógum(en) í miðhluta suður Síle, og vestur Argentínu frá 33°S til 44°S breiddargráðu.[1][2][3]
Hún er í undirættinni Callitroidea. Hún er náskyld Nýja-Sjálensku og Nýja-Kaledónísku ættkvíslinni Libocedrus, og sumir grasafræðingar telja hana til þeirrar ættkvíslar, sem Libocedrus chilensis, þrátt fyrir að hún líkist Libocedrus minna en hinni Suður-Amerísku ættkvíslinni: Pilgerodendron.[1]
Þetta er hægvaxandi, mjókeilulaga sígrænt tré sem verður um 10–24 m hátt, með hreisturlík blöð. Hvert blað er með áberandi hvíta loftaugarák meðfram ytri rönd. Könglarnir eru 5 til 10 mm langir, með fjórum köngulskeljum, tvær mjög litlar og ófrjóar, og tvær stærri, frjóar; hvor með tvö vængjuð fræ, 3–4 mm löng.[1][2][4]
Hún hefur verið ræktuð nokkuð í grasagörðum í norðvestur Evrópu og norðvestur Norður-Ameríku.[5][6]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads