Ban Ki-moon
8. aðalritari Sameinuðu þjóðanna From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Ban Ki-moon (f. 13. júní 1944) er suður-kóreskur stjórnmálamaður og ríkiserindreki sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1. janúar 2007 til ársins 2017. Ban var utanríkisráðherra Suður-Kóreu frá janúar 2004 til nóvember 2006.
Ban byrjaði að sækjast eftir aðalritaraembætti Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2006. Fyrst um sinn áttu fáir von á því að hann myndi hljóta kjör í embættið en sem utanríkisráðherra Suður-Kóreu gat hann ferðast um öll ríkin í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda kosninganna til að vekja athygli á sér. Þann 13. október 2006 kaus allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Ban áttunda aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hann tók við embættinu af Kofi Annan í byrjun næsta árs. Sem aðalritari stóð Ban fyrir ýmsum umbótum á friðargæslu og á atvinnusiðum Sameinuðu þjóðanna. Ban beitti sér sérstaklega fyrir baráttu gegn hlýnun jarðar og ýtti oft á eftir frekari aðgerðum gegn loftslagsbreytingum við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Ban beitti sér einnig gegn stríðinu í Darfúr og tók þátt í að telja Omar al-Bashir forseta Súdan á að hleypa friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna inn í landið.[1] Ban átti einnig þátt í því að gera Parísarsamkomulagið lagalega bindandi.
Ban lét af embættinu í lok ársins 2016 eftir að allsherjarþingið hafði kjörið António Guterres sem aðalritara þann 13. október.[2] Margir bjuggust við því að Ban myndi gefa kost á sér í forsetakosningum Suður-Kóreu árið 2017 en hann ákvað að bjóða sig ekki fram.[3][4] Þann 14. september 2017 var Ban kjörinn formaður siðanefndar Ólympíuleikanna.[5]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads