1944
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1944 (MCMXLIV í rómverskum tölum)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Á Íslandi
- 3. febrúar - Hótel Ísland brann í eldsvoða.
- 25. febrúar - Alþingi samþykkti einróma að sambandslög milli Íslands og Danmerkur væru fallin úr gildi.
- 10. mars - Flugfélagið Loftleiðir hóf starfsemi.
- 20.-23. maí - Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Íslands.
- 16. júní - Alþingi hélt fund í Reykjavík og felldi niður sambandslög Íslands og Danmerkur og setti nýja stjórnarskrá í gildi. Konungsríkið Ísland var lagt af.
- 17. júní -
- Lýðveldishátíðin 1944 var haldin á Þingvöllum í tilefni af stofnun lýðveldis á Íslandi.
- Sveinn Björnsson var kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands.
- Byggðasafn Reykjanesbæjar opnaði.
- 31. ágúst - Íþróttabandalag Reykjavíkur var stofnað.
- 6. september - Ölfusárbrú hrundi þegar tveir vörubílar fóru yfir ána og féllu þeir í hana. Báðir bílstjórar björguðust en annar sem var tvítugur bjargaðist á undraverðan hátt og barst 1,2 kílómetra niður ána og hélt sér í bíldekk. Ný brú var reist rúmu ári eftir atvikið. [1]
- 16. september - Flugvél bandaríska hersins brotlenti á Eyjafjallajökli. Allir komust lífs af.
- 24. október - Skeena, kanadískur tundurspillir, fórst við Viðey í óveðri. 15 létust en 198 björguðust.
- 10. nóvember - Þýski kafbáturinn U-300 sökkti breska olíuskipinu Shirvan og íslenska farþegaskipinu Goðafossi út af Garðskaga er skipin voru að koma frá Bandaríkjunum. 18 fórust af Shirvan og 27 björguðust. 24 fórust en 19 björguðust af Goðafossi. Dráttarbáturinn Empire Wold var sendur til að koma Shirvan til aðstoðar en fórst á Faxaflóa og með honum 16 manns.
Ódagsett
- Kvennablaðið Melkorka kom fyrst út.
- Þjóðernishreyfing Íslendinga lagðist af.
- Byggð fór í eyði í Fjörðum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.
Fædd
- 29. mars - Þórir Baldursson, hljómlistarmaður.
- 18. júní - Stefán Baldursson, leikstjóri og fyrrv. Þjóðleikhússtjóri.
- 29. október - Þorvaldur Halldórsson, söngvari (d. 2024)
- 14. nóvember - Björn Bjarnason, stjórnmálamaður.
Dáin
Remove ads
Erlendis
- 14. janúar - Sovéskir hermenn hófu sókn að Leníngrad og Novgorod.
- 15. janúar - Jarðskjálfti varð í San Juan-héraði í Argentínu. 10.000 létust.
- 10. mars - Giftar konur máttu starfa sem kennarar í Bretlandi.
- 18. mars - Vesúvíus gaus á Ítalíu, þúsundir flýðu heimili sín og tugir létust.
- 2. apríl - Bandamenn hófu loftárásir á Búkarest. Næstu 4 og hálfan mánuð létust yfir 5.500.
- 16. apríl - Bandamenn hófu loftárásir á Belgrad. 1.100 létust.
- 5. maí - Mahatma Gandhi var sleppt úr fangelsi af heilsufarsástæðum.
- 4. júní - Rómarborg var frelsuð af Bandamönnum.
- 6. júní - Árásin á Normandí hófst. 155.000 hermenn komu á land við norðurstrendur Frakklands og hófu innreið sína í meginland Evrópu.
- 25. júní - Orrustan um Tali-Ihantala í Finnlandi: Finnar vörðust árás Sovétmanna.
- 20. júlí - Adolf Hitler lifði af banatilræði.
- 4. ágúst - Anne Frank og fjölskylda fundust á afgirtu svæði í vöruhúsi í Amsterdam. Hollenskur uppljóstari benti Gestapo á þau. Þau voru flutt í útrýmingarbúðir. Faðir Önnu var sá eini sem lifði af.
- 2. september - Síðasta aftakan var framkvæmd í Finnlandi.
- 21. október - Aachen varð fyrsta borgin sem var hertekin af bandamönnum.
- 25. október - Rauði herinn frelsaði Kirkenes í norður-Noregi.
- 7. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Franklin D. Roosevelt sitjandi forseti vann sigur.
- 12. nóvember - Stærsta þýska herskipinu, Tirpitz, var sökkt af breska sjóhernum nálægt Tromsö; 950-1.200 létust.
- 3. desember - Bardagar byrjuðu milli konungssinna og kommúnista í Grikklandi; gríska borgarastyrjöldin hófst.
- 16. desember: Ardennasóknin hófst. Þjóðverjar reyndu að snúa stríðinu sér í vil.
- Golden Globe-verðlaunin fóru fyrst fram.
- Vichy-stjórnin í Frakklandi leið undir lok.
Fædd
- 26. mars - Diana Ross, söngkona
- 7. apríl - Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands 1998 - 2005.
- 21. maí - Mary Robinson, fv. forseti Írlands.
- 6. júní - Edgar Froese, þýskur tónlistarmaður, stofnandi hljómsveitarinnar Tangerine Dream.
- 13. júní - Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Dáin
- 24. apríl - Michael Pedersen Friis, danskur forsætisráðherra (f. 1857).
- 30. desember - Romain Rolland, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1866).
Remove ads
Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Isidor Isaac Rabi
- Efnafræði - Otto Hahn
- Læknisfræði - Joseph Erlanger, Herbert Spencer Gasser
- Bókmenntir - Johannes Vilhelm Jensen
- Friðarverðlaun - Alþjóðaráð Rauða Krossins
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads