Bernie Sanders
Bandarískur stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Bernard „Bernie“ Sanders (fæddur 8. september 1941) er bandarískur stjórnmálamaður sem að er annar tveggja fulltrúa Vermont í öldungadeild Bandaríkjaþings.[1] Hann er óháður stjórnmálaflokkum en hefur jafnan kosið með Demókrataflokknum og situr í þingflokki þeirra. Sanders er þekktur fyrir skoðanir sínar í garð félagshyggju og sósíalískar hugmyndir.
Sanders gaf kost á sér í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016 en laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton. Hann hlaut 43.1% á meðan Clinton hlaut 55.2% atkvæða. Sanders gaf kost á sér á nýjan leik í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Sanders vann sigur í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið var haldið en tapaði síðan þremur ríkjum gegn Joe Biden um miðjan mars. Sanders kom kosningabaráttu sinni ekki aftur á réttan kjöl og tilkynnti þann 8. apríl 2020 að hann hygðist hætta við framboð sitt.[2] Hann lenti aftur í öðru sæti með 26.2% á meðan Biden hlaut 51.7%.
Sanders var fulltrúardeildarþingmaður fyrir Vermont frá 1991 til 2007 sem óháður þingmaður. Í öldungadardeildarkosningunum í Vermont árið 2006 bauð hann sig fram sem óháður og vann með 65.4% atkvæða. Hann bauð sig aftur í fram í kosningunum árið 2012 og hlaut 71% atkvæða.[3] Hann bauð sig aftur fram í þriðja kjörtímabil sitt sem öldungardeildarþingmaður árið 2018 og hlaut 67.4% atkvæða. Í maí 2024 tilkynnti hann að hann myndi bjóða sig fram á ný í öldungardeildarkosningunum í Vermont sem að fóru fram í nóvember 2024.[4] Þar vann hann sitt fjórða kjörtímabil með 63.3% atkvæða.
Remove ads
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads