Birkidumba
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Birkidumba[1] (fræðiheiti: Melanohalea exasperata) eða birkiskóf[2] er ólífugræn eða brún flétta af litskófarætt. Hún vex á berki birkitrjáa og er ein algengasta fléttan í íslenskum birkiskógum.[1] Auk þess að vaxa á birki vex hún líka á reyni og fleiri trjátegundum.[2]
Þrátt fyrir algengi birkidumbu í íslenskum birkiskógum er hún sjaldgæf í birkiskógum í Skandinavíu þar sem fléttan snælínudumba er algeng en sú er sjaldgæf á Íslandi.[3] Ekki er talið að birkidumba valdi tré skaða með því að vaxa á því.[4]
Remove ads
Efnafræði
Birkidumba inniheldur engin þekkt fléttuefni. Þalsvörun hennar er neikvæð við K, C, KC og P.[1]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads