Ilmbjörk
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Ilmbjörk (fræðiheiti: Betula pubescens) eða birki í daglegu tali er tré af birkiætt. Það er algengt í Norður-Evrópu. Tegundin er ljóselsk, hægvaxta, vind og frostþolin. Hún getur blandast við fjalldrapa og er þá afkvæmið runnkennt.
Remove ads
Á Íslandi
Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að að fjórðungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi, jafnvel allt að 40% landsins.[3][4] Stórvöxnustu birkiskógar landsins eru allir á því austanverðu, þ.e. frá Fnjóskadal austur um og suður til Bæjarstaðar nálægt Skaftafelli. Vestlenska birkið er af einhverjum ástæðum kræklótt og fremur lágvaxið. Hæstu tré í birkiskógum Íslands ná sjaldnast meira en 12 m hæð. [5] Hæsta þekkta birkið er á Akureyri, tæpir 15 metrar.[6] Fundist hefur birki í allt að um 680 metra hæð hér á landi, við Útigönguhöfða. Kynbætur hafa verið gerðar á ilmbjörk til að rækta beinstofna tré.
Árið 2015 fór fram kortlanging birkiskóga á landinu og niðurstöður voru þær að þá þakti birki 1,5% landsins, eða 1.506 ferkílómetra. Flatarmál þess jókst um tæp 10% frá árinu 1989, alls um 130 ferkílómetra.[7]
Birki hefur verið valið tré ársins árin 1989, 1993 og 1998 af Skógræktarfélagi Íslands.
Remove ads
Samlífi
Ilmbjörk lifir í samlífi við fjölda annarra lífverutegunda. Vitað er um að minnsta kosti 94 mismunandi tegundir smásveppa sem lifa í samlífi við ilmbjörk á Íslandi, hvort sem það er samhjálp eða sníkjulífi.[8] Meðal þessara tegunda eru birkiryðsveppur og bládoppa.[8]
Á berki ilmbjarkar finnst fjöldi fléttutegunda, meðal annars hin sjaldgæfa birkimerla sem finnst aðeins á örfáum stöðum á Íslandi.[9]
Remove ads
Skaðvaldar
Fyrir utan birkiryðsvepp eru birkifeti, birkikemba, birkiþéla og birkivefari skaðvaldar á laufblöðum birkis.
Myndir
- Ilmbjörk í Svíþjóð
- Stofn og laufblað
- Birki í Hallormsstaðaskógi.
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads