Catherine Connolly

From Wikipedia, the free encyclopedia

Catherine Connolly
Remove ads

Catherine Martina Ann Connolly (f. 12. júlí 1957) er írsk stjórnmálakona og verðandi forseti Írlands.

Staðreyndir strax Forseti Írlands, Forsætisráðherra ...

Hún hefur verið þingmaður (Teachta Dála) fyrir kjördæmi í Vestur-Galway frá þingkosningunum á Írlandi árið 2016. Hún var jafnframt forseti þingnefndar um írska tungu, írskumælandi héruð og eyjarnar frá 2017 til 2020 og borgarstjóri Galway frá 2004 til 2005.[1][2]

Connolly var varaforseti írska þingsins frá júlí 2020 til nóvember 2024.

Remove ads

Stjórnmálaferill í Galway

Connolly var kjörin í borgarstjórn Galway í fyrsta sinn í júní árið 1999 í vesturkjördæmi borgarinnar og síðan endurkjörin í austurkjördæmi hennar árið 2004.[3] Sama ár var hún kjörin borgarstjóri Galway.

Connolly sagði sig úr írska Verkamannaflokknum árið 2006, þegar henni var neitað um sæti á kosningalista flokksins með Michael D. Higgins í Vestur-Galway. Hún bauð sig sjálfstætt fram í þingkosningum Írlands árið 2007 og hlaut rúmlega 2.000 atkvæði. Systir hennar, Colette, sem er nú borgarfulltrúi í Galway,[4] var kjörin í borgarstjórn Galway í hennar stað þegar Connolly var kjörin á þing.[5]

Remove ads

Ferill í landsmálum

Connolly bauð sig fram á þing árið 2011 í Vestur-Galway[6] en tapaði fyrir Seán Kyle, frambjóðanda Fine Gael, með aðeins 17 atkvæðum. Hún fór fram á fulla endurtalningu[7] sem lauk fjórum dögum síðar en breytti ekki niðurstöðunni.[8]

Connolly var kjörin á þing fyrir kjördæmið í Vestur-Galway í þingkosningum Írlands árið 2016. Í jómfrúarræðu sinni gagnrýndi hún umhverfis-, samfélags- og sveitarstjórnarráðherrann Alan Kelly fyrir heimilisleysiskreppu á Írlandi[9] Connolly sat í ríkisreikninganefnd þingsins og var forseti þingnefndar um um írska tungu, írskumælandi héruð og írsku eyjarnar.

Connolly var endurkjörin í þingkosningum Írlands árið 2020.[10] Hún var kjörin varaforseti írska þingsins (Leas-Cheann Comhairle) þann 23. júlí 2023 í óvæntum sigri gegn frambjóðanda Fine Gael, Fergus O'Dowd, og var fyrsta konan til að gegna því embætti.[11]

Connolly bauð sig sjálfstætt fram í forsetakosningum Írlands árið 2025. Hún naut stuðnings helstu vinstriflokka Írlands, þar á meðal Sinn Féin, Jafnaðarmannaflokksins, Verkamannaflokksins, Fólksins á undan hagnaði, Græningja og Samstöðu. Connolly vann afgerandi sigur í kosningunum þann 25. október 2025 með 64 prósentum atkvæða.[12]

Remove ads

Einkahagir

Connolly er upphaflega frá Shantalla en hefur búið í Claddagh frá árinu 1988. Hún er gift og á tvö börn. Hún er lögmaður en hefur einnig starfað sem klínískur sálfræðingur í Ballinasloe, Galway og Connemara. Connolly talar írsku reiprennandi.[13]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads