Corey Reynolds
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Corey Reynolds (fæddur 3. júlí 1974) er bandarískur leikari sem hefur komið fram í söngleikjum, sjónvarpi og kvikmyndum.
Einkalíf
Reynolds er fæddur og uppalinn í Richmond í Virginiu. Hefur hann verið giftur Tara Renee Schemansky síðan 2008.[1]
Ferill
Leikhús
Corey byjaði leiklistarferilinn sinn aðeins 16 ára gamall í heimabæ sínum. Árið 1996 fluttist hann til Kaliforníu. Þar var hann ráðinn í uppfærsluna á Smokey Joe's Cafe, sem og Saturday Night Fever. Báðar þessar sýningar voru farandsýningar.[2].
Árið 2002 var honum boðið hlutverk í Hairspray sem Seaweed J Stubbs, sem hann lék til ársins 2003.[3] Fyrir hlutverk sitt var hann tilnefndur bæði til Tony-verðlauna og Drama Desk verðlauna, sem besti leikari í söngleik.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Reynolds var árið 2003 í Eve. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Miami, NCIS og Without a Trace.
Árið 2005 var honum boðið hlutverk í The Closer sem Aðstoðarvarðþjálfinn David Garbiel sem hann lék til ársins 2012.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Reynolds var árið 2004 í The Terminal í leikstjórn Steven Spielberg. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Wereth Eleven og Selma.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
Leikhús
|
|
Verðlaun og tilnefningar
Drama Desk verðlaunin
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Hairspray.
Image verðlaunin
- 2010: Tilnefndur sem besti aukaleikari dramaseríu fyrir The Closer
NAMIC Vision verðlaunin
- 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Closer
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer
- 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer
Tony verðlaunin
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Hairspray.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads