Daniel Ricciardo

From Wikipedia, the free encyclopedia

Daniel Ricciardo
Remove ads

Daniel Joseph Ricciardo (f. 1. júlí, 1989) er ástralskur ökumaður sem keppti í Formúlu 1 á árunum 2011-2024. Ricciardo er líka Ítali þar sem báðir foreldrar hans eru af ítölskum ættum. Ricciardo fæddist í Ástralíu og keppir undir þeirra flaggi. Árið 2011 fékk hann sæti í Formúlu 1 með HRT liðinu eftir að hafa verið reynslu ökumaður hjá Red Bull Racing í þrjú ár. Á sínum yngri árum keppti Ricciardo í mörgum mótaröðum eins og Formula Ford, Formula BMW, Formúlu 3 og Formula Renault 3.5 seríunni svo að eitthvað sé nefnd.

Staðreyndir strax Fæddur, Formúlu 1 ferill ...

Riccardo var aðeins 1 ár hjá HRT liðinu og skipti um lið árið 2012 yfir í Toro Rosso liðið. Hann var með því liði til ársins 2013 og þá fékk hann samning hjá Red Bull Racing. Ricciardo var með Red Bull Racing liðinu á árunum 2014 til 2018. Á því tímabili náði Ricciardo sínum besta árangri á tímabili í Formúlu 1. Árið 2014 lenti hann í 3. sæti í heimsmeistaramótinu og aftur náði hann sama árangri árið 2016. Árið 2019 skipti hann yfir í Renault liðið og var þar í tvö ár. Síðan fór hann til McLaren liðsins árið 2021 og var þar líka í 2 ár. Árinn hjá McLaren gekk brösulega hjá Ricciardo og hann fékk ekki nýjan samning eftir árið 2022.[1] Árið 2023 byrjaði Ricciardo sem 3 ökumaður/fyrsti vara-ökumaður Red Bull Racing fyrir Max Verstappen og Sergio Pérez. Á miðju tímabili 2023 í júlí var hins vegar Nyck de Vries sagt upp störfum sem ökumaður AlphaTauri og Ricciardo fékk það sæti. Riccardo kláraði tímabilið með þeim en missti þó líka af keppnum það tímabil þar sem hann braut bein í annarri hendinni. AlphaTauri breytti um nafn árið 2024 og varð þá RB eða VCARB. Síðasta keppni Ricciardo með RB liðinu var í Singapúr kappakstrinum árið 2024.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads