Danio

From Wikipedia, the free encyclopedia

Danio
Remove ads

Danio er ættkvísl smárra ferskvatnsfiska í ættinni Cyprinidae frá suður og Suðaustur Asíu, gjarnan hafðir í fiskabúrum.[1] Þeir eru gjarnan með mynstur af láréttum röndum, röum af blettum eða lóðréttum röndum.[1] Sumar tegundirnar eru með tvo skegglíka skynþræði í munnvikum svipað og hjá styrjum. Tegundir af þessari ættkvísl éta smá skordýr, krabbadýr og orma.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Einkennistegund ...
Remove ads

Flokkun

Nafnið "danio" kemur úr Bengalska orðinu dhani, sem þýðir "af hrísakrinum". Danio var lýst snemma á 19du öld af Francis Hamilton. Tvær af tegundunum sem var lýst af honum í ættkvíslinni, eru enn gildar; D. dangila og D. rerio. Um öld síðar (1916) og með mörgum öðrum tegundum lýst í millitíðinni, var ættkvíslinni skift; stærri tegundirnar töldust til Danio og smærri tegundirnar til ættkvíslarinnar Brachydanio.[2] En 1991 voru ættvíslirnar lagðar saman aftur; margar stærri tegundirnar sem voru í ættkvíslinni Danio hafa verið endurflokkaðar í ættkvíslina Devario. Einnig, Brachydanio er nú samnefni af Danio.[3]

Remove ads

Tegundir

Það eru nú 27 viðurkenndar tegundir í ættkvíslinni:[1]

  • Danio absconditus S. O. Kullander & Britz, 2015[4]
  • Danio aesculapii S. O. Kullander & F. Fang, 2009
  • Danio albolineatus (Blyth, 1860)
  • Danio annulosus S. O. Kullander, Rahman, Norén & Mollah, 2015[5]
  • Danio assamila S. O. Kullander, 2015[6]
  • Danio catenatus S. O. Kullander, 2015[6]
  • Danio choprae Hora, 1928[7]
  • Danio concatenatus S. O. Kullander, 2015[6]
  • Danio dangila (F. Hamilton, 1822)
  • Danio erythromicron (Annandale, 1918)
  • Danio feegradei Hora, 1937[4]
  • Danio flagrans S. O. Kullander, 2012[7]
  • Danio htamanthinus S. O. Kullander & Norén, 2016[8]
  • Danio jaintianensis (N. Sen, 2007)
  • Danio kerri H. M. Smith, 1931
  • Danio kyathit F. Fang, 1998
  • Danio margaritatus (T. R. Roberts, 2007)
  • Danio meghalayensis N. Sen & S. C. Dey, 1985
  • Danio muongthanhensis Nguyen, 2001
  • Danio nigrofasciatus (F. Day, 1870)
  • Danio quagga S. O. Kullander, T. Y. Liao & F. Fang, 2009
  • Danio quangbinhensis Nguyen, Le & Nguyen, 1999
  • Danio rerio (F. Hamilton, 1822) Sebrafiskur
  • Danio roseus F. Fang & Kottelat, 2000
  • Danio sysphigmatus S. O. Kullander, 2015[6]
  • Danio tinwini S. O. Kullander & F. Fang, 2009
  • Danio trangi Ngo, 2003
Remove ads

Myndir

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads