Deepwater Horizon

From Wikipedia, the free encyclopedia

Deepwater Horizon
Remove ads

Deepwater Horizon var fljótandi olíuborpallur í eigu Transocean en leigður til BP. Hann var smíðaður árið 2001 af Hyundai Heavy Industries í Suður-Kóreu. Árið 2009 boraði hann dýpstu borholu sem gerð hafði verið (yfir 10km djúpa) á Tiber-olíusvæðinu á bandarísku hafsvæði í Mexíkóflóa. Þann 20. apríl 2010 varð sprenging á pallinum þar sem hann var að bora á Macondo-könnunarsvæðinu austar í flóanum, með þeim afleiðingum að 11 starfsmenn létust og upp kom óslökkvandi eldur. Tveimur dögum síðar sökk borpallurinn og olía streymdi úr borholunni í 87 daga sem varð versti olíuleki bandarískrar sögu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Thumb
Deepwater Horizon eftir sprenginguna
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads