Demantslykill
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Demantslykill (fræðiheiti Primula allionii[1]) er blóm af ættkvísl lykla[2] sem var fyrst lýst af Jean Loiseleur-Deslongchamps.
Remove ads
Lýsing
Demantslykill er jarðlægur, blöðin eru grágræn í hvirfingu, stundum klístruð viðkomu, oddbaugótt, 1-5 sm löng og 1-4sm breið. Blómin eru á stuttum stilki, 1-7 saman frá að vera skærbleik til hvít, 3 sm að ummáli.
Útbreiðsla og búsvæði
Demantslykill er frá Ölpunum í suðurhluta Frakklands og norðurhluta Ítalíu, á takmörkuðu svæði kringum Col de Tende. Þar vex hann í 700 - 1900 m.y.sjávarmáli í kalksteins sprungum, gjarnan í skugga.
Ræktun
Myndir
- 'Triniton'
- 'Ethel Barker'
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads