Dennis Haysbert
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Dennis Haysbert (fæddur Dennis Dexter Haysbert, 2. júní 1954) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í 24, The Unit og Major League þríleiknum.
Remove ads
Einkalíf
Haysbert fæddist í San Mateo í Kaliforníu. Stundaði nám við American Academy of Dramatic Arts (AADA).[1]
Haysbert hefur verið giftur tvisvar sinnum: Elena Simms (1980-1984) og Lynn Griffith (1989-2001) en saman eiga þau tvö börn.
Ferill
Leikhús
Árið 2010 lék Haysbert í Race sem Harry Brown við Ethel Barrymore Theatre.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Haysbert var árið 1978 í Lou Grant. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The Incredible Hulk, Code Red, Off the Rack, The Young and the Restless, Just the Ten of Us, American Playhouse, Now and Again og Static Shock. Árið 2001 var Haysbert boðið hlutverk í 24 sem Forsetinn David Palmer, sem hann lék til ársins 2006. Haysbert var árið 2006 boðið hlutverk í The Unit sem Jonas Blane, sem hann lék til ársins 2009.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Haysbert var árið 1979 í Scoring. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Major League myndunum, Love Field, Insomnia, Heat á móti Robert De Niro, Val Kilmer og Al Pacino, Standoff, Jarhead og Kung Fu Panda 2.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films verðlaunin
- 2000: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Now and Again.
Black Reel verðlaunin
- 2003: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Far from Heaven.
Chlotrudis verðlaunin
- 2003: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Far from Heaven.
Golden Globes verðlaunin
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir 24.
Image verðlaunin
- 2009: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Unit.
- 2008: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Unit.
- 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Unit.
- 2006: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í drama seríu fyrir 24.
- 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir 24.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir 24.
Satellite verðlaunin
- 2003: Verðlaun sem besti leikari fyrir Far From Heaven.
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir 24.
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Now and Again.
Screen Actors Guild verðlaunin
Temecula Valley International Film Festival
- 2006: Career Achievement verðlaunin.
Washington DC Area Film Critics Association verðlaunin
- 2002: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Far From Heaven.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads