Diego Costa

knattspyrnumaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Diego Costa
Remove ads

Diego da Silva Costa (fæddur 7. október 1988) er spænsk-brasilískur knattspyrnumaður sem spilar fyrir brasilíska knattspyrnufélagið Botafogo.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Núverandi lið ...
Remove ads

Félagsliðaferill

Chelsea F.C.

Diego Costa kom til Chelsea F.C. frá Atlético Madrid um sumar 2014 fyrir 32 milljónir punda. Costa skrifaði undir 5 ára samning og fær 150.000 pund á viku. Costa skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í fyrsta leiknum sínum á undirbúningstímabilinu þann 27.júlí 2014 gegn Olimpija eftir sendingu frá Cesc Fabregas, sem kom til Chelsea á sama tíma og Costa. Í fyrsta samkeppnishæfa leiknum hans skoraði hann jöfnunarmarkið gegn Burnley í 1-3 sigri á Turf Moor, heimavelli Burnley. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni og skoraði hann fyrstu þrennuna sína á móti Swansea City eftir að hafa lent 0-1 undir, en leikurinn fór 4-2 fyrir Chelsea. Fyrir tímabilið 2017-2018 var Costa ekki í náðinni hjá Antonio Conte, þjálfara Chelsea.

Atletico Madrid

Costa spilaði fyrir Atlético Madrid 2007-2009 og 2010-2014. Svo fór að hann sneri þangað aftur til í janúar 2018. Hann stóð ekki undir væntingum þar og komst að samkomulagi við félagið að fara frá því í desember 2020.

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads