Evrópukeppnin í knattspyrnu 1960

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1960, oft nefnd EM 1960, var í fyrsta skipti sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu var haldin. Keppnin hefur síðan þá verið haldin fjórða hvert ár á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Lokamótið fór fram í Frakklandi dagana 6. til 10. júlí 1960. Landslið Sovétríkjanna unnu titilinn með sigri á Júgóslavíu í úrslitaleik. Sautján lið tóku þátt í undankeppninni.

Undankeppni

Undankeppnin fór fram á árunum 1958 og 1959. Einungis sautján lið skráðu sig til leiks og léku þau einfalda útsláttarkeppni, heima og að heiman. Margar kunnar knattspyrnuþjóðir létu ekki sjá sig. Þannig mætti ekkert lið frá Stóra-Bretlandi. Ítalir, Vestur-Þjóðverjar og silfurlið Svía frá HM 1958 tóku heldur ekki þátt.

Fátt kom á óvart í undankeppninni. Spánn og Sovétríkin áttu að mætast í fjórðungsúrslitum en Spánverjar neituðu af pólitískum ástæðum að ferðast til Moskvu og gáfu því einvígið.

Remove ads

Úrslitakeppnin

 
UndanúrslitÚrslit
 
      
 
6. júlí
 
 
Sovétríkin3
 
10. júlí
 
Fáni Tékklands Tékkóslóvakía0
 
Sovétríkin (e. framl.)2
 
6. júlí
 
Fáni Júgóslavíu Júgóslavía1
 
Fáni Frakklands Frakkland4
 
 
Fáni Júgóslavíu Júgóslavía5
 
Þriðja sæti
 
 
9. júlí
 
 
Fáni Tékklands Tékkóslóvakía2
 
 
Fáni Frakklands Frakkland0

Undanúrslit

6. júlí 1960
Frakkland 4-5 Júgóslavía Parc des Princes, París
Áhorfendur: 26.370
Dómari: Gaston Grandain, Belgíu
Vincent 12, Heutte 43, 62, Wisniewski 53 Galić 11, Žanetić 55, Knez 75, Jerković 78, 79
6. júlí 1960
Tékkóslóvakía 0-3 Sovétríkin Stade Vélodrome, Marseille
Áhorfendur: 25.184
Dómari: Cesare Jonni, Ítalíu
Ivanov 34, 56, Ponedelnik 66

Bronsleikur

9. júlí 1960
Tékkóslóvakía 2-0 Frakkland Stade Vélodrome, Marseille
Áhorfendur: 9.438
Dómari: Cesare Jonni, Ítalíu
Bubník 58, Pavlovič 88

Úrslitaleikur

10. júlí 1960
Sovétríkin 2-1 (e.framl.) Júgóslavía Parc des Princes, París
Áhorfendur: 17.966
Dómari: Arthur Ellis, Englandi
Metreveli 49, Ponedelnik 113 Galić 43
Remove ads

Heimildir

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads