Frjálslyndir hægrimenn
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Frjálslyndir hægrimenn var íslenskur þingflokkur sem stofnaður var 1989 af tveimur þingmönnum úr Borgaraflokknum, flokkurinn var skammlífur en þingmenn hans gengu til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins 1990.
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið og þar að auki: Tilvísanir eru allar berir hlekkir.. |
Remove ads
Saga
Rætur flokksins lágu í Borgaraflokknum, sem klofnaði úr Sjálfstæðisflokknum árið 1987 í kjölfar Hafskipsmálsins, en Borgaraflokkurinn var stofnaður af Alberti Guðmundssyni[1] og bauð fram í Alþingiskosningunum 1987, náði flokkurinn sjö þingmönnum kjörnum þá.Tveimur árum seinna, 1989, gerist Albert sendiherra í París[2] og ákveða þá meðlimir Borgaraflokksins að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu. Í kjölfarið segja tveir þingmenn sig úr Borgaraflokknum, þeir Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson. Mynduðu þeir Frjálslynda hægrimenn.[3] Gekk flokkurinn skömmu síðar inn í Sjálfstæðisflokkinn.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads