Fuglaflensa

From Wikipedia, the free encyclopedia

Fuglaflensa

Fuglaflensa er inflúensa af A stofni sem herjar á fugla. Veirurnar sem þessu valda eru skyldar öðrum inflúensuveirum sem þekkjast í spendýrum og geta því sýkt þau eftir beina snertingu við sýkta fugla eða fuglablóð. Mikil fjölmiðlaumræða hefur verið síðan fuglaflensuveiran H5N1 fannst í mönnum 1997 en sú hætta er yfirvofandi að veiran stökkbreytist á þann hátt að hún geti borist milli manna líkt og spænska veikin gerði á sínum tíma. Ef veiran breytist á þann hátt að hún fer að smita manna á milli þá er hætta á heimsfaraldri inflúensu. Ekki er vitað hvort það gerist eða hvenær, né heldur hvaða eiginleika veiran hefur eftir að hún hefur breyst en margar þjóðir eru í viðbúnaðarstöðu og hafa sumar t.d. Norðmenn sett fram viðbragðsáætlun við stökkbreyttri fuglaflensu. Eins hafa víða verið hertar reglur um alifuglarækt.

Nánari upplýsingar Heimsútbreiðsla fuglaflensuveiru H5N1 ...
Heimsútbreiðsla fuglaflensuveiru H5N1
Thumb
Útbreiðsla H5N1 í heiminum
   Lönd þar sem alifuglar eða villtir fuglar hafa dáið úr H5N1.
   Lönd þar sem fólk, alifuglar og villtir fuglar hafa dáið úr H5N1.
Loka

Fuglaflensa á Íslandi

Fuglaflensa var staðfest í fyrsta skipti á Íslandi í þremur villtum fuglum í apríl 2022 en fuglarnir voru heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súla rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Einnig sýndu heimilishænsni á bænum þar sem hrafninn fannst einkenni og voru aflífuð.[1] Þann 25. mars 2022 voru settar sérstakar tímabundnar varnaraðgerðir til að reyna að fyrirbyggja að fuglaflenska berist í alifugla [2]

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Bird flu“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. mars 2006.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Global spread of H5N1“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. apríl 2006.
  • „Fuglaflensa að faraldri?“. Sótt 9. mars 2006.
  • „Fuglaflensa.is“. Sótt 3. apríl 2006.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.