Persaflóastríðið var stríð háð á milli bandalags sambandsþjóða sameinuðu þjóðanna með Bandaríkin í fararbroddi og Íraks sem stóð frá 2. ágúst 1990 til 28. febrúar 1991. Stríðið var háð sem svar við innrás Íraks í Kúveit.
Staðreyndir strax Dagsetning, Staðsetning ...
Persaflóastríðið |
---|
Rangsælis ofan frá:
- Bandarískrar F-15E-, F-16- og F-15C-herflugvélar á flugi yfir brennandi olíubrunnum í Kúveit
- Bandarískur M1 Abrams-skriðdreki leggur niður reykvörn
- Breskir hermenn úr Staffordshire-sveitinni æfa brottflutning slasaðra
- Ónýt og yfirgefin farartæki á þjóðvegi dauðans
- Sjónarhorn úr myndavél í Lockheed AC-130-flugvél
|
Dagsetning | 2. ágúst 1990 – 17. janúar 1991 (Aðgerð Eyðumerkurskjöldur) 17. janúar – 28. febrúar 1991 (Aðgerð Eyðimerkurstormur) (6 mánuðir, 3 vikur og 5 dagar) |
---|
Staðsetning | |
---|
Niðurstaða |
Sigur bandamanna |
---|
Breyting á yfirráðasvæði |
- Kúveit endurheimtir sjálfsstjórn og fullveldi yfir öllu yfirráðasvæði sínu
- Stofnun afvopnaðs svæðis og varnarmúra við landamæri Íraks og Kúveit
|
---|
|
Stríðsaðilar |
---|
|
Írak |
Leiðtogar |
---|
|
- Saddam Hussein
- Tariq Aziz
- Ali Hassan al-Majid
- Izzat Ibrahim al-Douri
- Iyad Futayyih
- Hussein Kamel al-Majid
- Abid Hamid Mahmud
- Muzahim Saab Hassan
- Salah Aboud Mahmoud
|
Fjöldi hermanna |
---|
Rúmlega 950.000 hermenn 3.113 skriðdrekar 1.800 loftför 2.200 stórskotaliðskerfi |
1.000.000+ hermenn (~600.000 í Kúveit) 5.500 skriðdrekar 700+ loftför 3.000 stórskotaliðskerfi[4] |
Mannfall og tjón |
---|
Alls: 13.488
Bandalagið: 292 drepnir (147 drepnir í bardaga, 145 af öðrum orsökum) 776 særðir[5] (467 særðir í átökum) 31 skriðdrekar eyðilagðir/gerðir óvirkir[6][7][8][9] [10][11][12][13] 28 Bradley IFV-brynbílar eyðilagðir/skemmdir [14][15] 1 M113 APC-brynbíll eyðilagður 2 British Warrior APC-brynbílar eyðilagðir 1 stórskotaliðsbyssa eyðilögð 75 loftför eyðilögð[heimild vantar] Kúveit: 420 drepnir
12.000 teknir höndum
≈200 skriðdrekar eyðilagður/hernumdir
850+ brynbíkar eyðilagðir/hernumdir
57 loftför týnd
8 loftför hernumin 17 skipum sökkt, 6 hernumin[16] |
Alls: 175.000–300.000+
Írakar: 20.000–50.000 drepnir[18] 75.000+ særðir[5] 80.000–175.000 teknir höndum[19][20] 3.300 skriðdrekar eyðilagðir 2.100 brynbílar eyðilagðir 2.200 stórskotaliðsbyssur eyðilagðar 110 loftför eyðilögð[heimild vantar] 137 loftförum flogið tíl Írans til að forðast eyðileggingu[21][22] 19 skipum sökkt, 6 skemmd[heimild vantar] |
Kúveiskir óbreyttir borgarar: Rúmlega 1.000 drepnir[23] 600 týnd[24] Íraskir óbreyttir borgarar: 3.664 drepnir[25] Írakar drepnir alls (þ. á m. í uppreisnunum 1991): 142.500–206.000 dauðsföll (skv. Medact)[a][26] Aðrir óbreyttir borgarar: 75 drepnir í Ísrael og Sádi-Arabíu, 309 slasaðir |
Loka
Flóabardagi var háður í Kúveit og Írak í janúar og febrúar 1991. Upphaf þessa skamma stríðs var innrás Íraka í Kúveit undir stjórn Saddams Hussein á þeim forsendum að Kúveit væri sögulegur hluti Íraks og Kúveitar væru að stela olíu af umdeildu olíusvæði við landamærin. Tilgangurinn var augljóslega að ná valdi yfir olíubirgðum Kúveit. Herafli Kúveit stóðst Írökum ekki snúning og landið var sett undir harðhenta setuliðsstjórn. Írak innlimaði Kúveit opinberlega 8. ágúst. Á tímabilinu ágúst til nóvember samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjölda ályktana, sem náðu hámarki í kröfunni um brottför Íraka frá Kúveit fyrir 15. janúar 1991. Fjölþjóðlegur her á vegum Sameinuðu þjóðanna, alls 500 þúsund manna land-, sjó- og flugher var kvaddur saman gegn 540 þúsund manna her Íraka. Fjölþjóðlegi herinn var aðallega frá Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Bretlandi, Egyptalandi, Sýrlandi og Frakklandi. Hernaðaraðgerðin var kölluð „Eyðimerkurskjöldur“ og var ætlað að hindra frekari árásir á Sádi-Arabíu.