Dick Cheney
46. varaforseti Bandaríkjanna From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Richard Bruce „Dick“ Cheney (30. janúar 1941 – 3. nóvember 2025) var 46. varaforseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009. Áður en hann tók við embætti varaforseta hafði hann gegnt ýmsum störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Cheney gengdi stjórnunarstöðum í bandaríska orkufyrirtækinu Halliburton og var m.a. stjórnarformaður fyrirtækisins um tíma. Hann var kjörinn árið 1978 sem þingmaður á Bandaríkjaþingi fyrir Wyoming. Hann var varnarmálaráðherra undir George H.W. Bush og starfsmannastjóri Hvíta hússins undir Gerald Ford. Cheney tók við varaforsetaembættinu þann 20. janúar 2001 af Al Gore en seinna kjörtímabili hans lauk 20. janúar 2009.
Cheney var gjarnan talinn valdamesti varaforseti í sögu Bandaríkjanna. Hann var jafnframt talinn einn af aðalhöfundum stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkin hófu eftir hryðjuverkin 11. september 2001.[1] Cheney var, ásamt Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, einn einarðasti stuðningsmaður innrásar Bandaríkjanna í Írak árið 2003.[2]
Á síðustu æviárum sínum var Cheney afar gagnrýninn á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna úr Repúblikanaflokknum, og varð því að mestu útskúfaður úr flokknum.[3]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
