GDRN
íslensk söngkona From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (f. 8. janúar 1996), betur þekkt sem GDRN,[a] er íslensk söngkona. Mikið af tónlist hennar er popp með áhrifum frá djassi.[2] Hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 (þ.m.t. sem poppsöngkona ársins) og var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2018.[3]
Remove ads
Ævi
Guðrún fæddist í Reykjavík en flutti fjögurra ára til Mosfellsbæjar.[1] Þar spilaði hún fótbolta með Aftureldingu.[1] Hún stundaði klassískt fiðlunám í 11 ár og skipti síðar yfir í djasspíanó og söng í FÍH.[4] Hún fór í MR og stefndi á læknisfræðina,[1][5] en hóf að gera tónlist á síðasta ári sínu í menntaskóla[4] og hefur einbeitt sér að því síðan.[1]
Textana skrifar hún sjálf en lögin af fyrstu plötu hennar voru unnin af Teiti Helga Skúlasyni og Bjarka Sigurðssyni.[4] Nýleg tónlist hefur verið unnin með Arnari Inga Ingasyni og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni.
Fyrsti smellurinn hennar var lagið „Lætur mig“ frá 2018.[6]
Hún kom fram á Þjóðhátíð 2019[7] og var valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2019.[6]
Remove ads
Plötur
Samvinnuplötur
- Tíu íslensk sönglög (2022) ásamt Magnúsi Jóhanni
- Nokkur jólaleg lög (2024) ásamt Magnúsi Jóhanni.
Sjónvarpsþættir
- Katla, sem Gríma.
Verðlaun
Athugasemdir
- Nafn hennar án sérstafa og sérhljóða.[1]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads