Gaza-ströndin

sjálfstjórnarsvæði Palestínu við austurströnd Miðjarðarhafsins From Wikipedia, the free encyclopedia

Gaza-ströndin
Remove ads

Gaza-ströndin er mjótt landsvæði í Mið-Austurlöndum við botn Miðjarðarhafsins og er ekki viðurkennt sem hluti neins sjálfstæðs ríkis de jure. Það dregur nafn sitt af Gaza-borg sem er stærsta borgin á svæðinu. Langflestir íbúanna eru Palestínumenn og svæðið er að nafninu til undir stjórn heimastjórnar Palestínumanna, en svæðin kringum landnemabyggðir Ísraelsmanna, helstu vegir og landamæri eru undir stjórn Ísraelshers.

Thumb
Kort af Gaza-ströndinni.

Gaza-ströndin er 360 km2 og þar búa yfir 2,3 milljónir manna (2023).

Gaza-ströndin er eitt þeirra svæða sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu 1967. Samkvæmt Oslóarsamkomulaginu frá 1993 heyrir Gaza-ströndin undir heimastjórn Palestínumanna og er ásamt Vesturbakkanum hluti heimastjórnarsvæða Palestínumanna.

15. ágúst 2005 hóf ríkisstjórn Ariels Sharon niðurrif landnemabyggða og brottflutning gyðinga og herstöðva Ísraelshers frá Gaza-ströndinni. Ísrael mun þó halda stjórn yfir hafsvæðinu undan ströndinni og mjórri landræmu með fram landamærunum við Egyptaland.

Gaza-strönd hefur átt í miklum hernaðarátökum við Ísrael m.a. árin 2014 og frá 2023 þar sem tugþúsundir hafa látist.

Ísrael kynnti áform um að hernema Gaza-strönd vorið 2025.[1]

Remove ads

Tengt efni

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads