E/S Goðafoss
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
E/S Goðafoss var 1542 lesta eimskip Eimskipafélags Íslands, sem hleypt var af stokkunum 1921 hjá Frederikshavns Vaerft & Flydedok A/S í Frederikshavn í Danmörku.
Remove ads
Seinni heimstyrjöldin
Þann 10. nóvember 1944 var skipið á leið heim til Íslands í skipalestinni UR-142 er það kom áhöfninni á SS Shirvan til bjargar eftir að skipið hafði orðið fyrir tundurskeytaárás frá þýska kafbátnum U-300 undir stjórn Fritz Heins. Eftir að hafa bjargað um 20 manns um borð og haldið af stað til Reykjavíkur hæfðu tundurskeyti frá U-300 skipið með þeim afleiðingum að það sökk á skömmum tíma skammt undan Garðskaga. Með Goðafossi fórust 43, en 19 var bjargað og var það mesta manntjón Íslendinga á einum degi í seinni heimsstyrjöldinni.[1] Nokkrum mánuðum síðar, þann 21. febrúar 1945, fórst E/S Dettifoss við Bretlandseyjar, af völdum styrjaldarinnar og með honum 15 manns.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads