SS Shirvan
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
SS Shirvan var breskt olíuflutningaskip sem byggt var árið 1925 í Newcastle upon Tyne í Englandi. Því var sökkt af kafbáti við Íslandsstrendur árið 1944.
Remove ads
Seinni heimstyrjöldin
Í nóvember 1944 var Shirvan partur af skipaflutningalestinni UR-142. Þann 10. nóvember urðu skipin viðskila við hvert annað sökum slæms veðurs sem geysaði. Upp úr hádegi varð það fyrir tundurskeytaárásum frá þýska kafbátnum U-300 og braust út mikill eldur um borð. Íslenska farþegaskipið Goðafoss, sem var í sömu skipalest, bjargaði 20 úr áhöfn Shirvan um borð en varð stuttu seinna einnig fyrir tundurskeytum frá U-300 og sökk á nokkrum mínútum. 18 manns af Shirvan fórust í árásinni, þar á meðal skipstjórinn Edward Fermor Pattenden, en 27 manns var seinna bjargað af HMS Reward og norska vopnaða togaranum HMNoS Honningsvaag.[1] 24 Íslendingar fórust með Goðafossi ásamt breskum merkjamanni og flestum áhafnarmeðlimum Shirvan sem hafði verið bjargað um borð.[2]
Þrátt fyrir mikinn eld um borð sökk Shirvan ekki strax heldur rak stjórnlaust eftir að áhöfnin hafði yfirgefið það. Breski dráttarbáturinn Empire Wold var sendur frá Reykjavík til að reyna að bjarga skipinu en hvarf sporlaust í Faxaflóa með 16 manna áhöfn. Flak dráttarbátsins fannst loks árið 2018 og er talið að það hafi farist vegna veðurs.[3]
Flak Shirvan fannst í júlí 2010 á um 100 metra dýpi skammt frá staðnum sem ráðist var á það.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads