10. nóvember
dagsetning From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
10. nóvember er 314. dagur ársins (315. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 51 dagur er eftir af árinu.
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2025 Allir dagar |
Atburðir
- 1630 - Dagur flónanna: Misheppnuð tilraun Maríu af Medici til að velta Richelieu kardinála úr sessi.
- 1674 - Stjórn Nýja Hollands gekk til Englands samkvæmt Westminster-sáttmálanum.
- 1848 - Í Kaupmannahöfn var stofnuð sérstök stjórnardeild til að annast málefni Íslands, Grænlands og Færeyja. Fyrsti forstöðumaður hennar var Brynjólfur Pétursson, lögfræðingur.
- 1871 - Henry Morton Stanley og David Livingstone hittust í bænum Ujiji á bökkum Tanganjikavatns og varð Stanley að orði: „Dr. Livingstone, vænti ég?“.
- 1913 - Járnbrautarlest var notuð til fólksflutninga á Íslandi í fyrsta skipti. Verktakar breyttu flutningalest og fluttu blaðamenn og farþega frá Reykjavíkurhöfn að Öskjuhlíð.
- 1928 - Vígð var brú yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti og þótti mikið mannvirki.
- 1944 - Þýski kafbáturinn U-300 sökkti breska olíuskipinu Shirvan og íslenska farþegaskipinu Goðafossi út af Garðskaga er skipin voru að koma frá Bandaríkjunum. 18 fórust af Shirvan og 27 björguðust. 24 fórust en 19 björguðust af Goðafossi. Dráttarbáturinn Empire Wold var sendur til að koma Shirvan til aðstoðar en fórst á leiðinni og með honum 16 manns.
- 1949 - Þjórsárbrú var vígð, 109 metra löng og 4,9 metrar á breidd á milli handriða.
- 1956 - Uppreisninni í Ungverjalandi lauk með vopnahléi.
- 1967 - Siglufjörður komst í vegasamband allt árið við opnun Strákaganga, sem voru lengstu göng á Íslandi, 800 metrar.
- 1969 - Brúðuþættirnir Sesame Street hófu göngu sína.
- 1971 - Hersveitir Rauðra kmera gerðu árás á flugvöllinn í Phnom Penh í Kambódíu.
- 1977 - Ástralska tríóið Bee Gees gaf út hljómplötuna Saturday Night Fever með lögum úr samnefndri kvikmynd.
- 1984 - Raforkukerfi Íslands varð hringtengt þegar Suðurlína var tekin í notkun.
- 1987 - Færeyska flugfélagið Atlantic Airways var stofnað.
- 1988 - Bandaríski flugherinn viðurkenndi tilvist njósnavélarinnar Lockheed F-117 Nighthawk.
- 1990 - Pétur Guðmundsson kastaði kúlu 21,26 metra og bætti með því þrettán ára gamalt Íslandsmet Hreins Halldórssonar.
- 1992 - Fyrsti GSM-sími Nokia, Nokia 1011, kom út.
- 1995 - Íslenska kvikmyndin Benjamín dúfa var frumsýnd.
- 1995 - Nígeríska leikskáldið og umhverfisverndarsinninn Ken Saro-Wiwa var hengdur af nígerískum stjórnvöldum ásamt átta öðrum úr MOSOP.
- 1997 - MCI WorldCom varð til við sameiningu WorldCom og MCI Communications. Þetta var stærsti fyrirtækjasamruni bandarískrar sögu.
- 2001 - Apple Inc. setti tónlistarspilarann iPod á markað.
- 2001 - Yfir 900 manns létust í aurskriðum í Alsír.
- 2006 - 19 létust í árás Ísraelshers á Beit Hanun. Herinn kenndi bilun í ratsjárbúnaði um.
- 2008 - Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins sendi óvart tölvupóst á fjölmiðla með harðri gagnrýni á Valgerði Sverrisdóttur og sagði af sér þingmennsku í kjölfarið.
- 2019 - Evo Morales, forseti Bólivíu til þrettán ára, sagði af sér í skugga mótmæla gegn kosningamisferli í landinu.
- 2019 - Þingkosningar voru haldnar á Spáni í annað skipti á árinu.
- 2020 – Perúska þingið lýsti yfir vantrausti gegn Martín Vizcarra, forseta Perú, og leysti hann úr embætti.
- 2023 – Grindavíkurbær var rýmdur eftir að stór kvikugangur myndaðist undir bænum.
Remove ads
Fædd
- 1232 - Hákon ungi, Noregskonungur (d. 1257).
- 1433 - Karl djarfi, hertogi af Búrgund (d. 1467).
- 1483 - Marteinn Lúther, þýskur munkur og siðbótarfrömuður (d. 1546).
- 1584 - Katrín Vasa, dóttir Karls hertoga, Svíakonungs, og móðir Karls 10. Gústafs.
- 1683 - Georg 2. Englandskonungur (d. 1760).
- 1697 - William Hogarth, enskur skopmyndateiknari (d. 1764).
- 1710 - Adam Gottlob Moltke, danskur stjórnmálamaður (d. 1792).
- 1759 - Friedrich Schiller, þýskur rithöfundur (d. 1805).
- 1879 - Patrick Pearse, írskur uppreisnarleiðtogi (d. 1916).
- 1888 - Carlos Scarone, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1965).
- 1910 - Hallgrímur Hallgrímsson, íslenskur byltingarmaður (d. 1942).
- 1919 - Mikhail Kalashnikov, rússneskur vopnahönnuður (d. 2013).
- 1925 - Einar Pálsson, íslenskur skólastjóri og rithöfundur (d. 1996).
- 1928 - Ennio Morricone, ítalskt tónskáld (d. 2020).
- 1945 - Þórunn Magnea Magnúsdóttir, íslensk leikkona.
- 1949 - Michio Yasuda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1951 - Svanfríður Jónasdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1955 - Bruno Peyron, franskur siglingamaður.
- 1956 - Matt Craven, kanadískur leikari.
- 1960 - Neil Gaiman, breskur rithöfundur.
- 1964 - Magnús Scheving, íslenskur frumkvöðull, höfundur Latabæjar.
- 1969 - Ellen Pompeo, bandarísk leikkona.
- 1969 - Jens Lehmann, þýskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Brittany Murphy, bandarísk leik- og söngkona (d. 2009).
- 1986 - Josh Peck, bandarískur leikari.
- 1994 - Takuma Asano, japanskur knattspyrnumaður.
Remove ads
Dáin
- 461 - Leó 1. páfi.
- 1241 - Selestínus 4. páfi.
- 1241 - Elinóra, mærin fagra af Bretagne, fangi í Corfe-kastala í Dorset í nærri fjörutíu ár (f. um 1184).
- 1495 - Dóróthea af Brandenborg, Danadrottning.
- 1549 - Páll 3. páfi (f. 1468).
- 1605 - Ulisse Aldrovandi, ítalskur náttúrufræðingur (f. 1522).
- 1621 - Páll Guðbrandsson, íslenskur sýslumaður (f. 1573).
- 1641 - Asaf Khan, indverskur stjórnmálamaður (f. 1569).
- 1891 - Arthur Rimbaud, franskt skáld (f. 1854).
- 1938 - Kemal Atatürk, forseti Tyrklands (f. 1881).
- 1959 - Felix Jacoby, þýskur fornfræðingur (f. 1876).
- 1968 - Santos Iriarte, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 1982 - Leoníd Bresnjev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. 1906).
- 2007 - Norman Mailer, bandarískur rithöfundur (f. 1923).
- 2008 - Miriam Makeba, suður-afrísk söngkona (f. 1932).
- 2015 - Helmut Schmidt, þýskur stjórnmálamaður (f. 1918).
- 2020 - Amadou Toumani Touré, forseti Malí (f. 1948).
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads