Hage Geingob

Forseti Namibíu From Wikipedia, the free encyclopedia

Hage Geingob
Remove ads

Hage Gottfried Geingob[1] (3. ágúst 1941[2] – 4. febrúar 2024) var þriðji forseti Namibíu. Hann gegndi embættinu frá því mars 2015 til dauðadags í febrúar 2024. Geingob var jafnframt fyrsti forsætisráðherra Namibíu frá sjálfstæði landsins árið 1990 til ársins 2002 og aftur frá 2012 til 2015. Frá 2008 til 2012 var Geingob verslunar- og iðnaðarráðherra landsins. Geingob var forseti stjórnarflokksins SWAPO frá því í nóvember 2017, en flokkurinn hefur setið í ríkisstjórn Namibíu frá sjálfstæði landsins.

Staðreyndir strax Forseti Namibíu, Forsætisráðherra ...

Geingob var kjörinn forseti Namibíu í nóvember árið 2014 með afgerandi forskoti á aðra frambjóðendur. Hann var kjörinn forseti SWAPO þremur árum síðar á 6. flokksþingi flokksins. Í ágúst 2018 hóf Geingob eins árs kjörtímabil sem formaður Suður-afríska þróunarbandalagsins (SADC).[3]

Geingob lést úr krabbameini á sjúkrahúsi í Windhoek þann 4. febrúar árið 2024.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads