Haggis
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Haggis er hefðbundinn skoskur réttur. Hann er blanda af hökkuðu kindahjarta, -lifur og -lungum, lauki, hafrarmjöli, mör, kryddi og krafti. Blandan var upprunalega sett í maga kindurinnar og elduð í honum, en í dag er tilbúinn umbúningur oft notaður í staðinn. Réttnum svipar mjög til íslensks sláturs.

Haggis er oftast borðað með nípamús og kartöflumús (haggis, neeps and tatties). Skáldið Robert Burns orti ljóðið „Address to a Haggis“ sem er oft flutt upphátt áður en haggis er borðað á Burnsnótt, hátíð þar sem haldið er upp á líf og verk skáldsins.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads