Haggis
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Haggis er hefðbundin skosk hnöttótt pylsa. Haggis er blanda af hökkuðum innmat úr kind (hjarta, lifur og lungum), lauk, haframjöli, mör, kryddi og krafti. Blandan var upprunalega sett í kepp kindarinnar og elduð í honum, en í dag er tilbúinn himnubelgur úr kollageni oft notaður í staðinn. Réttinum svipar til íslensks sláturs, en hann er kryddaðri og inniheldur meira mjöl en hefðbundið slátur.[1][2] Haggis er yfirleitt borðað sem laust mauk, en ekki í sneiðum, þótt til séu afbrigði eins og kúlur af djúpsteiktu haggis bornar fram með viskísósu.

Haggis er oftast borðað með nípumús og kartöflumús (enska: haggis, neeps and tatties). Skáldið Robert Burns orti ljóðið „Address to a Haggis“ árið 1786. Ljóðið er oft flutt upphátt áður en haggis er borðað á Burns-kvöldum, hefðbundum skoskum hátíðum þar sem haldið er upp á líf og verk skáldsins.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads