Indlandshafsverslunin
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Indlandshafsverslunin eru verslunarleiðir um Indlandshaf sem hafa verið stundaðar reglulega frá bronsöld. Verslunarleiðirnar ná frá Suðaustur-Asíu í austri til Rauðahafs í vestri. Fornleifar benda til þess að þessar verslunarleiðir hafi tengt Egyptaland hið forna við Suður-Asíu frá 2. árþúsundinu f.o.t.[1] Sumir hafa haldið fram tengslum milli Indusdalsmenningarinnar og Austur-Afríku.[2][1] Ástrónesar hófu reglulegar siglingar á bátum með flotholt til Srí Lanka og Suður-Indlands frá um 1500 f.o.t.[3] Þeir versluðu með kókoshnetur, sandalvið, banana, sykurreyr, negul og múskat. Indlandshafsverslunin var sérstaklega mikilvæg fyrir alþjóðlega kryddverslun. Þessi verslunarleið tengdi líka meginland Kína við Indlandsskaga. Á 3. öld f.o.t. náðu þessar verslunarleiðir austur til Japans. Ástrónesar námu land á Madagaskar einhvern tíma á milli 350 f.o.t. og 550 e.o.t.[4] Á helleníska tímanum voru helstu hafnirnar vestan megin Bereníke í Rauðahafi og Spasinú Karax í Persaflóa. Eftir landvinninga múslima breiddist íslam út á verslunarleiðinni til Svahílístrandarinnar og Indónesíu. Á 15. öld tókst Portúgölum að sigla suður fyrir Afríku og allt til Indlands. Í kjölfarið komu Hollendingar og Englendingar sem stofnuðu nýjar verslunarhafnir og Hollenska Austur-Indíafélagið og Breska Austur-Indíafélagið lögðu verslunina undir sig.

Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads