Isiah Thomas

From Wikipedia, the free encyclopedia

Isiah Thomas
Remove ads

Isiah Lord Thomas III (fæddur 30. apríl 1961) er bandarískur körfuknattleiksþjálfari og fyrrverandi körfuknattleiksmaður í NBA-deildinni. Hann var leikstjórnandi fyrir Detroit Pistons frá 1981 til 1994 og vann meistaratitil með liðinu 1989 og 1990. Hann var valinn í hóp 50 bestu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi.[1]

Staðreyndir strax Persónulegar upplýsingar, Fæðingardagur ...

Thomas lék með bandaríska landsliðinu á Pan-American leikunum árið 1979 þar sem liðið vann gull. Hann var valinn í landsliðið fyrir Ólympíuleikana árið 1980 en liðið endaði með að taka ekki þátt eftir að Bandaríkin sniðgengu leikana í mótmælaskyni við innrás Sovíetríkjana inn í Afganistan. Hann var aftur valinn í liðið fyrir Heimsmeistaramótið árið 1994 en datt úr hópnum sökum hásinameiðsla sem neyddu hann til að leggja skóna á hilluna.[1]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads