Jafndægur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jafndægur er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Breytileiki dagsetninganna stafar aðallega af hlaupárum. Árstíðir eru gagnstæðar á norðurhveli og suðurhveli sem gerir það að verkum að þegar er vorjafndægur á norðurhveli þá er haustjafndægur á suðurhveli og öfugt.
Remove ads
Orðsifjar
Orðið jafndægur hét í fornu máli jafndægrishringur og notuð voru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori. Hinsvegar að hausti haustjafndægur, haustjafndægri, jafndægur á hausti eða jafndægri á hausti. Orðið jafndægur er til í skyldum málum. Í dönsku er til dæmis talað um jævndøgn. Í ensku er talað um equinox sem leitt er af latneska orðinu aeqvinoctium af aeqvus: jafn og -noctium sem leitt er af nox: nótt.
Remove ads
Saga
Til forna var upphafsdagur ársins ýmist miðaður við vorjafndægur , haustjafndægur eða vetrarsólstöður. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri að vori til fardaga en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Vorið nær því samkvæmt því frá 19. til 21 mars og fram að fardögum sem voru á fimmtudegi í 7. viku sumars eða á bilinu 31. maí til 6. júní.
Listi yfir tímasetningar
Remove ads
Tengt efni
Tilvísanir
Heimild
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads