Múte Bourup Egede
Formaður landstjórnar Grænlands From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Múte Inequnaaluk Bourup Egede (f. 11. mars 1987)[1] er grænlenskur stjórnmálamaður sem er sjöundi og fyrrverandi formaður landstjórnar (eða forsætisráðherra) Grænlands. Hann gegndi því embætti frá apríl 2021 til mars 2025.[2] Hann hefur setið á grænlenska þinginu, Inatsisartut, frá árinu 2016, og hefur verið formaður stjórnmálaflokksins Inuit Ataqatigiit frá 2018.[3][4]
Remove ads
Æviágrip
Egede er fæddur í Nuuk en ólst upp í Narsaq í suðurhluta Grænlands. Hann lauk menntaskólanámi í Qaqortoq og byrjaði síðan nám í menningar- og samfélagssögu við Háskóla Grænlands árið 2007. Hann var varaformaður stúdentasamtakanna KISAQ frá 2011 til 2012.[1] Egede útskrifaðist ekki þar sem hann hætti námi árið 2012 til að taka við stjórn fjölskyldufyrirtækis föður síns í fóðurframleiðslu.[5][4]
Árið 2007 sat Egede á ungmennaþingi Grænlands, Inuusuttut Inatsisartui,[4] og frá 2013 til 2015 var hann formaður Inuusuttut Ataqatigiit, ungliðahreyfingar Inuit Ataqatigiit.[1][4]
Egede bauð sig fram á danska þingið fyrir Inuit Ataqatigiit í þingkosningum Danmerkur árið 2015.[6] Hann hlaut 2.131 atkvæði, sem nægði honum ekki til að fá sæti á þingi.[7]
Egede var auðlinda- og vinnumarkaðsráðherra frá 2016 til 2018. Hann var jafnframt sveitarstjórnar-, innviða- og húsnæðismálaráðherra í þrjá mánuði árið 2017.[4]
Þann 1. desember 2018 var hann kjörinn formaður Inuit Ataqatigiit og tók við af Söru Olsvig.[4] Hann leiddi flokkinn í þingkosningum Grænlands árið 2021, þar sem flokkurinn hlaut 36,6% atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi.[5] Egede hlaut 3.380 atkvæði, mest allra frambjóðenda og um 1,500 atkvæði meira en sitjandi formaður landstjórnarinnar, Kim Kielsen úr Siumut-flokknum.[8] Þann 16. apríl var kunngert að Egede hefði myndað samsteypustjórn ásamt Naleraq. Landstjórn þeirra (Naalakkersuisut) telur til sín tíu meðlimi. Flokkurinn Atassut, sem er með tvö þingsæti, tilkynnti að hann myndi ekki taka þátt í stjórn sem aðhylltist sjálfstæði en að hann myndi verja hann vantrausti.[9] Egede er yngsti landstjórnarformaður í sögu Grænlands.[10] Grænlenska þingið (Inatsisartut) staðfesti skipan Egede þann 23. apríl.[2]
Egede myndaði aðra ríkisstjórn í apríl 2022.[11]
Remove ads
Stjórnmálaskoðanir
Egede er formaður Inuit Ataqatigiit, sem er jafnaðarflokkur á Grænlandi.[12] Líkt og flokkurinn aðhyllist Egede sjálfstæði Grænlands.[4]
Einkahagir
Egede á tvö börn með fyrrverandi sambýliskonu sinni og eitt barn með núverandi eiginkonu. [1]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads