Joker (kvikmynd)

kvikmynd frá 2019 í leikstjórn Todd Phillips From Wikipedia, the free encyclopedia

Joker (kvikmynd)
Remove ads

Joker er bandarísk kvikmynd frá árinu 2019 í leikstjórn Todd Phillips. Myndin, þar sem Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverk, er byggð á persónum úr DC Comics. Hún fjallar um Arthur Fleck, trúð og misheppnaðan uppistandara sem þjáist af andlegum veikindum. Robert De Niro, Zazie Beetz og Frances Conroy fara með aukahlutverk.

Staðreyndir strax Leikstjóri, Höfundur ...

Phillips fékk hugmyndina fyrir Joker árið 2016 og skrifaði handritið með Scott Silver árið 2017. Myndin notar lauslega söguþræði úr Batman: The Killing Joke (1988) og The Dark Knight Returns (1986). Tökur fóru fram í New York-borg, Jersey City og Newark frá september til desember 2018.

Joker var frumsýnd á 76. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þann 31. ágúst 2019 og sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og Íslandi þann 4. október sama ár. Myndin þénaði yfir 1 milljarð bandaríkjadala á heimsvísu og var sjötta tekjuhæsta kvikmynd ársins 2019.[2][3] Joker hlaut fjölmörg verðlaun, þar með talið Óskarsverðlaun þar sem Phoenix hlaut verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki (Best Actor) og Hildur Guðnadóttir fyrir bestu frumsömdu kvikmynda­tónlistina (Best Original Score).[4] Framhaldsmyndin, Joker: Folie à Deux, var frumsýnd 4. október 2024.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads