Kaley Cuoco

From Wikipedia, the free encyclopedia

Kaley Cuoco
Remove ads

Kaley Christine Cuoco (//ˈkwk// KWOH-koh;[1] fædd 30. nóvember 1985) er bandarísk leikkona. Hún er þekkt fyrir að leika Penny í gamanþáttunum The Big Bang Theory (2007-2019) og sem aðalpersónan í HBO Max þáttunum The Flight Attendant (2020-2022).[2] Hún hlaut tilnefningar til Primetime Emmy-verðlaunanna og Golden Globe-verðlaunanna.

Staðreyndir strax Fædd, Störf ...

Kaley Cuoco hefur einnig leikið Billie Jenkins í ævintýraþáttunum Charmed (2005-2006) og talaði fyrir Harley Quinn í teiknimyndaþáttunum Harley Quinn frá árinu 2019. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum, til dæmis Quicksand: No Escape (1992) og Growing Up Brady (2000), auk Virtuosity (1995), Hop (2011) og The Wedding Ringer (2015). Hún fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame árið 2014[3] og árið 2017 stofnaði hún framleiðsufyrirtækið Yes, Norman Productions.

Remove ads

Tenglar

Kaley Cuoco á Internet Movie Database

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads