Karl Nehammer
Kanslari Austurríkis From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Karl Nehammer (f. 18. október 1972) er austurrískur stjórnmálamaður sem var kanslari Austurríkis frá 6. desember 2021 til 10. janúar 2025. Hann er meðlimur í Austurríska þjóðarflokknum og var innanríkisráðherra landsins frá 2020 til 2021. Hann hefur setið á neðri deild austurríska þingsins frá árinu 2017.[1]
Nehammer á að baki langan feril innan austurríska hersins. Sem innanríkisráðherra í stjórn Sebastians Kurz var hann þekktur fyrir harða afstöðu sína í innflytjendamálum og fyrir andstöðu gegn róttækri íslamstrú.[2]
Nehammer var kjörinn formaður Þjóðarflokksins þann 3. desember 2021 eftir að Kurz, sem hafði sagt af sér kanslaraembættinu tveimur mánuðum fyrr vegna spillingarrannsóknar, tilkynnti að hann hygðist hætta alfarið í stjórnmálum.[3] Í kjölfarið lýsti Alexander Schallenberg, sem hafði tekið við kanslaraembættinu af Kurz, yfir að hann hygðist hætta sem kanslari og víkja fyrir nýjum leiðtoga flokksins.[4]
Nehammer fundaði með Volodymyr Zelenskyj Úkraínuforseta í Kænugarði og svo með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í apríl 2022. Hann var fyrsti evrópski leiðtoginn sem hitti Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst.[5][6]
Nehammer sagði af sér eftir að stjórnarmyndunarviðræður mistókust í janúar 2025. Þjóðarflokkurinn hafði þá lent í öðru sæti í þingkosningum á eftir Frelsisflokknum.[7]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads