Kassettutæki
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kassettutæki er segulbandstæki sem notast við kassettur eða hljóðsnældur (segulbönd í sérstökum plasthylkjum) sem hægt er að nota til að spila og taka upp hljóð. Kassettutæki með innbyggðum magnara og hátölurum voru vinsæl hljómflutningstæki á 8. og 9. áratug 20. aldar. Kassettutæki með innbyggðu útvarpi voru vinsæl bæði sem stök tæki, ferðatæki og innfelld hljómflutningstæki í bílum. Með slíku tæki var auðvelt að taka upp hljóð úr útvarpinu til að hlusta síðar. Hægt var að taka yfir sömu kassettuna aftur og aftur.

Fyrstu segulbandstækin komu fram í Þýskalandi á 4. áratug 20. aldar, en þau komust fyrst í almenna notkun eftir 1950. Segulböndin voru undin upp á spólur sem þurfti að handþræða í gegnum lesara á tækinu. Árið 1958 setti RCA á markað segulband í handhægu plasthylki sem hægt var að koma fyrir á samhæfðu segulbandstæki. Árið 1963 setti hollenska fyrirtækið Philips svo nútímakassettutækið fyrst á markað og hóf um leið fjöldaframleiðslu á auðum kassettum í Hannóver.[1][2] Nokkrum árum síðar gaf Philips út leyfi til að endurgera hönnun kassettunnar sem við það varð ráðandi á markaði.[3]
Eftir 1970 bötnuðu hljómgæði kassettutækja verulega auk þess sem kassetturnar tóku upp í steríó. Við það urðu kassettutækin vinsæl hljómflutningstæki.[4] Árið 1979 kom fyrsta vasadiskóið með léttum heyrnartólum, Walkman TPS-L2, á markað. Rafhlöðutæki með tveimur stórum hátölurum og kassettutæki/útvarpi (gettóblaster) urðu vinsæl á 9. áratugnum. Hljómplötuframleiðendur seldu kassettur með tónlist, en börðust jafnframt gegn afritunum. Sala á ólöglega afrituðum hljómplötum og blandspólum blómstraði um allan heim. Notkun kassettutækja dróst saman eftir því sem geislaspilarinn náði meiri útbreiðslu á 9. og 10. áratug 20. aldar.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads