Knud Kristensen

From Wikipedia, the free encyclopedia

Knud Kristensen
Remove ads

Knud Kristensen (26. október 1880 – 28. september 1962) var forsætisráðherra Danmerkur frá 7. nóvember 1945 til 13. nóvember 1947 í fyrstu kjörnu ríkisstjórn landsins eftir hernám Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir þingkosningarnar 1945 myndaði Kristensen minnihlutastjórn Venstre-flokksins.[1][2]

Staðreyndir strax Forsætisráðherra Danmerkur, Þjóðhöfðingi ...
Remove ads

Æviágrip

Knud Kristensen var menntaður búfræðingur og bóndi að atvinnu. Frá 1901 til 1902 nam hann við Kaupmannahafnarháskóla, frá 1903 til 1904 við Dalum-landbúnaðarskólann og frá 1906 til 1907 við lýðháskólann í Askov. Frá 1907 til 1920 átti hann býli við Ødsted í Vejle, og síðan Biviumgård í Humlebæk. Hann var kjörinn á þing í fyrsta sinn árið 1920. Hann var aftur kjörinn á þing árið 1932 og sat á þingi þar til hann sagði upp þingsæti sínu 15. janúar 1949.

Þegar Kristensen var forsætisráðherra samþykkti þingið ný almannatryggingalög í júní 1946 þar sem greiðslur voru hækkaðar. Eftirlaunaaldur karlmanna var hækkaður úr 60 árum í 65 en eftirlaun voru áfram greidd til fólks yfir 69 ára aldri ef það var við slæma heilsu eða í sértilfellum. Með nýjum lögum um framkvæmdastyrki í apríl 1946 var stjórnvöldum boðið upp á lága vexti til að styðja byggingar húsnæðis fyrir þurfafólk, auk þess sem leigustyrkir voru innleiddir fyrir fjölskyldur með ung börn.[3]

Kristensen sagði af sér sem forsætisráðherra þegar danska þingið samþykkti vantrauststillögu gegn honum vegna misheppnaðra fyrirætlana hans um að innlima Suður-Slésvík í Danmörku. Danmörk hafði afsalað sér Slésvík og Holtsetalandi eftir seinna Slésvíkurstríðið árið 1864 og hafði endurheimt hluta Norður-Slésvíkur eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin þar um framtíð héraðsins. Tilraunir Dana til að endurinnlima Suður-Slésvík eftir seinni heimsstyrjöldina runnu út í sandinn vegna andstöðu íbúa Suður-Slésvíkur. Hugh Champion de Crespigny, hernámsstjóri Breta í Slésvík, stóð með þýskum almenningi í málinu þar sem hann óttaðist að mikil íbúafjölgun vegna brottreksturs Þjóðverja frá landsvæðum sem hafði verið afsalað til Póllands myndi valda glundroða.

Ósigurinn í Slésvíkurmálinu leiddi til þess að Kristensen varð fráhverfur eigin stjórnmálaflokki. Þegar ný stjórnarskrá var innleidd í Danmörku árið 1953 sagði Kristensen sig úr Venstre og stofnaði nýjan flokk, Óháða flokkinn (De Uafhængige). Nýi flokkurinn náði aldrei verulegum áhrifum.[4]

Remove ads

Heimildir

  • Kristian Hvidt (1995) Statsministre i Danmark fra 1913 til 1995 (Copenhagen: Nyt nordisk forlag A. Busck) ISBN 9788717065703
  • Hanne Eriksen (1978) Partiet De Uafhængige 1953-1960 (Odense Universitetsforlag) ISBN 87-7492-235-1.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads