Konstantín Tsjernenko

Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (1911-1985) From Wikipedia, the free encyclopedia

Konstantín Tsjernenko
Remove ads

Konstantín Ústínovítsj Tsjernenko (rússneska: Константи́н Усти́нович Черне́нко; 24. september 191110. mars 1985) var sovéskur stjórnmálamaður og aðalritari sovéska kommúnistaflokksins í aðeins þrettán mánuði frá 1984 til dauðadags.

Staðreyndir strax Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, Forveri ...
Remove ads

Æviágrip

Tsjernenko hóf stjórnmálaferil sinn í borginni Krasnojarsk en flutti árið 1948 til Moldavíu, þar sem hann hóf störf í þjónustu Leoníds Brezhnev, sem var þá aðalritari moldavíska Sovétlýðveldisins en átti síðar eftir að verða leiðtogi Sovétríkjanna allra. Tsjernenko fylgdi Brezhnev til Moskvu þegar Brezhnev hlaut sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins og vann í áróðursráðuneyti Sovétríkjanna. Tsjernenko varð sjálfur meðlimur í miðstjórninni árið 1977. Tsjernenko var ekki heilsuhraustur og þjáðist bæði af lungnaveiki, lifrarbólgu og skorpulifur.[1] Tsjernenko gerðist aðalritari sovéska kommúnistaflokksins eftir að Júríj Andropov lést árið 1984.

Fátt gerðist á stuttri valdatíð Tsjernenkos. Staða rússneska tungumálsins var styrkt á sovéskum yfirráðasvæðum þar sem málið var ekki móðurmál innfæddra og haldið var áfram að bæla niður pólitískt andóf. Tilraunum til að vinna bug á spillingu var hins vegar mestmegnis frestað. Sovéskir valdhafar létu stífla fjölmörg fljót í Síberíu en þessar ákvarðanir ollu talsverðum umhverfisskemmdum sem ekki var tekist á við fyrr en árið 1987.

Tsjernenko lést úr sjúkdómum sínum þann 10. mars 1985. Hann var þriðji leiðtogi Sovétríkjanna sem lést á jafnmörgum árum. Haft er eftir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta þegar hann frétti af dauða Tsjernenkos: „Hvernig á mér að miða eitthvað áfram með þessa Rússa ef þeir halda áfram að deyja?“[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads