Krossjurt
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Krossjurt (fræðiheiti: Melampyrum sylvaticum) er tegund plantna af sníkjurótarætt. Krossjurt vex á Íslandi neðan 250 metra hæðar innan um birki.[1] Fundarstaðir krossjurtar á Íslandi eru fáir. Hún finnst aðeins á takmörkuðum hluta Vestfjarða: í inndölum Ísafjarðardjúps, Steingrímsfjarðar og Þorskafjarðar, auk þess sem hún finnst í Vaglaskógi.[1]
Nánasti ættingi krossjurtar á Íslandi er engjakambjurt (M. pratense) sem vex einnig í Vaglaskógi.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads