Langholt

byggðarlag í Skagafirði vestan Héraðsvatna From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Langholt er byggðarlag í Skagafirði vestan Héraðsvatna og jafnframt langt holt eða ás sem liggur frá Reykjarhóli við Varmahlíð og norður undir Reynistað. Suðurhluti Langholts tilheyrði áður Seyluhreppi en norðurhlutinn Staðarhreppi[1] en nú er hvorttveggja hluti af Sveitarfélaginu Skagafirði.[2] Þjóðvegurinn frá Varmahlíð til Sauðárkróks liggur um Langholtið.

Staðreyndir strax Land, Sveitarfélag ...

Allmargir bæir eru á Langholti og standa þeir allir austan í holtinu, sem er gróðursælt og þéttbýlt. Sunnarlega á holtinu er Seyla (Stóra-Seyla), sem Seyluhreppur dró nafn af,[3] og skammt þar fyrir utan Ytra-Skörðugil,[4] þar sem fræðaþulurinn Gísli Konráðsson bjó lengi.[5] Á miðju holtinu er kirkjustaðurinn Glaumbær, þar sem nú er Byggðasafn Skagfirðinga.[6] Langholtinu lýkur við Staðará (Sæmundará), sunnan við Reynistað.[7]

Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads