Langkirkja
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Langkirkja eða basílika er tegund kirkjubygginga sem varð algeng á ármiðöldum þegar hún þróaðist út frá rómverskum dómshúsum. Á miðöldum voru kirkjur yfirleitt hringkirkjur eða langkirkjur.[1] Dæmigerð langkirkja er aflöng ferhyrnd bygging með kirkjuskip og hliðarskip sitt hvoru megin við það. Þakið er hærra yfir kirkjuskipinu miðju og undir því eru gluggar efst á hliðarveggjum. Við enda kirkjuskipsins er kórinn, hálfhringlaga salur, stundum með hvolfþaki. Stundum eru langkirkjur með þverkirkju sem skilur að kórinn og kirkjuskipið, þar sem altarið er venjulega staðsett.
Á hámiðöldum kom rómanska kirkjan fram með miklum bogaþökum og þykkum veggjum. Síðar þróaðist þessi kirkjustíll yfir í gotneskar kirkjur síðmiðalda.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads