Levkippos

From Wikipedia, the free encyclopedia

Levkippos
Remove ads

Levkippos eða Λευκιππος (5. öld f.Kr.) var upphafsmaður eindahyggjunnar eða atómismans í grískri heimspeki, þ.e. þeirri kenningu að allt samanstandi af óforgengilegum ódeilanlegum frumþáttum sem kallast ódeili (eða atóm).

Staðreyndir strax Svæði, Tímabil ...

Ekkert af ritum Levkipposar er varðveitt, en kenningar hans eru varðveittar m.a. í ritum nemanda hans og samstarfsmanns Demókrítosar frá Abderu (Sjá grein um Demókrítos fyrir frekari umfjöllun um eindahyggjuna.) Í raun er ógerningur að benda með neinni vissu á efnisleg atriði sem Demókrítos og Levkippos voru ósammála um.

Levkippos fæddist í Míletos (sumar heimildir segja í Eleu þar sem heimspeki hans var sögð tengjast kenningum heimspekinganna frá Eleu). Hann var samtímamaður Zenons frá Eleu, Empedóklesar og Anaxagórasar sem tilheyrðu jónísku heimspekihefðinni. Hann féll í skuggann af Demókrítosi sem setti eindahyggjuna fram á kerfisbundinn hátt og samkvæmt Díogenesi Laertíosi (D.L., X. 7) dró Epikúros í efa að hann hefði verið til. Á hinn bóginn eigna Aristóteles og Þeófrastos honum skýrt og greinilega heiðurinn af því að hafa verið upphafsmaður eindahyggjunnar.

Remove ads

Tengt efni

Tenglar


Forverar Sókratesar
Míletosmenn :

Þales · Anaxímandros · Anaxímenes
Pýþagóringar : Pýþagóras · Alkmajon frá Króton · Fílolás · Arkýtas
Efesosmenn : Herakleitos Eleumenn : Xenofanes · Parmenídes · Zenon frá Eleu · Melissos
Fjölhyggjan : Anaxagóras · Empedókles Eindahyggjan : Levkippos · Demókrítos
Fræðarar : Prótagóras · Pródíkos · Hippías · Krítías · Þrasýmakkos
Díogenes frá Apolloníu

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads