Logi Eldon Geirsson

Íslenskur handknattleiksmaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Logi Eldon Geirsson
Remove ads

Logi Eldon Geirsson (fæddur 10. október 1982) er fyrrverandi íslenskur handknattleiksmaður sem lék með íslenska liðinu FH.[1]

Staðreyndir strax Upplýsingar, Núverandi lið ...

Foreldrar Loga eru þau Geir Hallsteinsson og Ingibjörg Eldon Logadóttir. Skólaganga Loga hófst á Leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði og þaðan lá leið hans í Engidalsskóla. Hann lauk síðan stúdentsprófi frá Flensborg.

Logi lék handknattleik frá blautu barnsbeini og ólst upp sem handboltamaður í Hafnarfirði. Hann hóf feril sinn hjá FH í Hafnarfirði en fór til Lemgo árið 2004.

Logi lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010.

Logi varð evrópumeistari með félagsliði sínu 2006.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads