Los Angeles Lakers
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Los Angeles Lakers er körfuboltalið frá Los Angeles í Kaliforníu sem spilar í NBA deildinni. Heimavöllur liðsins er Crypto.com Arena sem liðið deilir með Los Angeles Sparks sem leikur í WNBA.
Félagið var stofnað árið 1946 sem Detroit Gems í Detroit í Michigan og keppti í National Basketball League (NBL).[1] Eftir eitt ár í Detroit var félagið selt til viðskiptamanna frá Minneapolis sem fluttu liðið þangað og endurskýrðu það sem Lakers, en nafnið er sótt úr gælunafni fylkisins, „Land of 10.000 Lakes“.[2] Undir nýju nafni vann liðið NBL titilinn árið 1948. Tímabilið eftir flutti Lakers sig yfir í Basketball Association of America (BAA) þar sem þeir urðu strax meistarar. Eftir sameiningu NBL og BAA í NBA árið 1949 vann Lakers fjóra af næstu fimm NBA meistaratitlum áður en það flutti til Los Angeles fyrir 1960-1961 tímabilið. Í Los Angeles hefur félagið unnið 12 NBA meistaratitla, síðast árið 2020. Árið 2023 vann Lakers Bikarkeppni NBA sem var þá keppt í í fyrsta sinn.[3]
Remove ads
Titlar
- NBL meistarar (1): 1948
- BAA meistarar (1): 19491
- NBA meistarar (16): 1950, 1952, 1953, 1954, 1972, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988, 2000, 2001, 2002, 2009, 2010, 2020)
- NBA bikarmeistarar (1): 2023
- World Professional Basketball Tournament (1): 1948[4]
- McDonald's meistaramótið (1): 1991
- NBA deildin telur meistaratitla unna í BAA deildinni með titlum unnum í NBA deildinni.[5]
Þekktir leikmenn
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads