Magic Johnson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Magic Johnson
Remove ads

Earvin "Magic" Johnson Jr. (fæddur 14. ágúst 1959) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður. Hann er álitinn einn besti leikstjórnandi allra tíma.[1]

Staðreyndir strax Persónulegar upplýsingar, Fæðingardagur ...

Johnson spilaði 13 ár með Los Angeles Lakers en lagði skóna á hilluna í nóvember 1991 eftir að hafa greinst með HIV veiruna. Hann tók þó þátt í stjörnuleik NBA árið 1992 sem og að spila með landsliði Bandaríkjanna, Draumaliðinu svokallaða, á Ameríkuleikunum og Ólympíuleikunum það sama ár. Hann hugðist leika aftur með Lakers tímabilið 1992-1993 en hætti við nokkrum dögum áður en tímabilið hófst vegna mótmæla leikmanna í NBA-deildinni. Hann þjálfaði Lakers stuttlega árið 1994 og sneri aftur sem leikmaður tímabilið 1995-1996, þá 36 ára og spilaði 32 leiki. Um aldamótin fór hann til Svíþjóðar og Danmerkur og spilaði aðeins þar. Frá 2017-2019 var hann framkvæmdastjóri körfuboltasviðs Lakers (enska: President of basketball operations) en sagði af sér vegna slaks gengis liðsins. Johnson sneri sér einnig að viðskiptum eftir ferilinn og á nokkur fyrirtæki.[1]

Remove ads

Afrek

Titlar með félagsliði

Titlar með landsliði

  • Ólympíugull (1992)
  • FIBA Ameríkumeistari (1992)

Viðurkenningar

  • 3× besti leikmaður deildarkeppni NBA (1987, 1989, 1990)
  • 3× besti leikmaður úrslitakeppni NBA (1980, 1982, 1987)
  • 4× stoðsendingakóngur deildarinnar (1983, 1984, 1986, 1987)
  • 12× valinn í stjörnuleik NBA
  • 2× valinn besti leikmaður stjörnuleiksins
  • Best leikmaður McDonald's meistaramótsins (1991)
  • Úrvalslið McDonald's meistaramótsins (1991)
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads