MPLA

Stjórnmálaflokkur í Angóla From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Alþýðuhreyfingin til frelsunar Angóla (portúgalska: Movimento Popular de Libertação de Angola, skammstafað MPLA) er angólskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu. MPLA barðist gegn portúgalska hernum í sjálfstæðisstríði Angóla frá 1961 til 1974 og sigraði síðan Þjóðarsamtökin til algers sjálfstæðis Angóla (UNITA) og Þjóðfylkinguna til frelsunar Angóla (FNLA) í borgarastyrjöldinni í Angóla. Flokkurinn hefur stjórnað Angóla frá því að landið hlaut sjálfstæði frá Portúgal árið 1975, fyrst á tíma borgarastyrjaldarinnar og áfram eftir að henni lauk.

Staðreyndir strax Alþýðuhreyfingin til frelsunar Angóla Movimento Popular de Libertação de Angola ...
Remove ads

Saga

Samkvæmt opinberum frásögnum var MPLA stofnuð í Lúanda árið með samruna Angólska kommúnistaflokksins og Sameinaðs baráttuflokks Afríkumanna í Angóla (Partido da Luta Unida dos Africanos de Angola, PLUA).[19][20] Flokkurinn var stofnaður til að berjast fyrir sjálfstæði Angóla af ungum menntamönnum sem höfðu stundað nám í Lissabon: Agostinho Neto, Lúcio Lara, Mário Pinto de Andrade (frá Angóla), Marcelino dos Santos (frá Mósambík) og Amílcar Cabral (frá Gínea-Bissá og Grænhöfðaeyjum).[21]

Í sjálfsstæðisstríði Angóla varð portúgalska nýlenduveldið bæði að berjast gegn MPLA og tveimur öðrum hreyfingum, Þjóðarbandalaginu fyrir algeru sjálfstæðu Angóla (UNITA) og Þjóðfylkingunni til frelsunar Angóla (FNLA). Stríðinu lauk með sjálfstæðisyfirlýsingu Angóla þann 11. nóvember 1975,[22] í kjölfar nellikubyltingarinnar sem batt enda á einræðisstjórnina í Portúgal árið áður.

Frá 1975 til 1992 fór MPLA fyrir flokksræði í Angóla, fyrst undir stjórn forsetans Agostinho Neto til 1979 og svo undir stjórn José Eduardo dos Santos. Frá sjálfstæði var MPLA studd af austurblokkinni og Kúbu, sem sendi leiðangursher til Angóla til að styðja stjórnina.[23] Í borgarastyrjöldinni í Angóla barðist stjórn MPLA gegn UNITA, sem naut stuðnings Bandaríkjanna, Suður-Afríku og Saír. MPLA vann fullnaðarsigur gegn UNITA árið 2002 þegar foringi flokksins, Jonas Savimbi, féll í bardaga gegn stjórnarliðum.[22]

MPLA er aðili að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna.

Frá lokum borgarastyrjaldarinnar hefur MPLA smám saman glatað stuðningi í hverjum kosningunum á fætur öðrum. Flokkurinn hlaut 82 % atkvæða árið 2008, 72 % árið 2012 og 61 % árið 2017. Kjósendur sem fæddir eru eftir borgarastyrjöldina eru ekki taldir eins tryggir flokknum og foreldrar þeirra. Þótt flokkurinn hafi upphaflega verið marxískur hefur hann frá tíunda áratugnum tekið upp frjálslynda stefnu sem þykir vart lengur sósíalísk.[24]

Í september 2018 var João Lourenço kjörinn leiðtogi flokksins eftir að José Eduardo dos Santos ákvað að setjast í helgan stein.[25]

Remove ads

Kjörfylgi í þingkosningum

Nánari upplýsingar Kosningar, Atkvæði ...

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads